Málfregnir - 01.12.1997, Síða 20

Málfregnir - 01.12.1997, Síða 20
í orðabók með samræmdum skýringum gæti þetta leitt saman neiri orðasambönd líkrar merkingar: bregðast ókvœða við fuðra upp gjósa upp þjóta upp verða óðar uppi Stakar sagnir, eins og tryllast og spóla, gætu fengið sömu merkingarskýringu. Ég horfi hér fram hjá blæbrigðamun á merkingu og stíl sem gæti komist til skila á annan hátt, t.d. með notkunardæmum. Sams konar mynstur gæti átt við um önnur orðasambönd og orðtök sömu setn- ingargerðar þótt lýsingarorðið væri annað: reka upp stór augu glenna upp skjáina grípa andann á lofti trúa ekki sínum eigin augum vera steini lostinn falla í stafi verða snögglega reiður Ef við víkjum aftur að reiðinni koma fram önnur vensl sem auðvelt er að mynda með skýringarorðunum sjálfum: ofsi funi sá sem verður fljótt reiður uppstökkur bráður > sem verður fljótt reiður Forsenda þess að hér virðist allt falla í ljúfa löð er að nægileg setningarleg samsvörun er á milli skilgreiningarmiðsins og skilgreinis- ins, þ.e. orðsins eða sambandsins sem skil- greiningin beinist að og þess sem skilgreint er með. Málið vandast strax nokkuð þegar fengist er við ópersónuleg sambönd sem reyndar koma mjög við sögu þegar reiði og undrun eru annars vegar: e-m hitnar í skapi e-m svellur móður það þykknar í e-m e-n rekur í rogastans e-m bregður í brún það dettur yfir e-n Það er álitamál hvemig best er að haga skilgreiningum þegar þannig háttar til en hið setningarlega misræmi spillir þó varla þeim möguleika að gera skýringuna að samein- andi þætti. En þótt skýrar og samræmdar skilgrein- ingar geti haft beint gildi til aðgangs að orðabókarefni er óraunhæft að ætla sér að kerfisbinda skilgreiningar svo að þær nái að tengja heil merkingar- eða orðasvið, hvað þá að þær lyki um allan orðaforðann. Því er þörf á enn fleiri aðgangsleiðum. 3.4 Viðkvœði sem efiiisatriði Eitt af því sem erfitt er að nálgast í hefð- bundnum orðabókum er það sem ég hef leyft mér að kalla viðkvœði, þ.e.a.s. orð og þó einkum orðasambönd, yfirleitt með föstu sniði, sem tjá viðbrögð mælanda við ákveðnum aðstæðum. Hér á heima margt af því sem kallað er upphrópanir en algengt er að slík viðkvæði tjái tilfinningar, t.d. gleði, reiði, undrun, hneykslun og vonbrigði. En í þeim geta einnig falist skilaboð til viðmæl- andans, eins konar liðir í framvindu sam- talsins, merki um samsinni eða höfnun, við- leitni til að draga að sér athygli viðmæl- andans, sannfæra hann o.s.frv. Orðafar af þessu tagi er reyndar á víð og dreif innan um dæmi og orðasambönd í íslenskum orða- bókum en það á þar engan fastan sess og nýtur sín afar illa þar sem ekki er tekið tillit til þess að uppflettitilefnið, þegar slíkt orða- far er annars vegar, er sjaldnast þess eðlis að forvitninni sé svalað með því að huga að merkingu tiltekins viðkvæðis, heldur beinist áhuginn að því að athuga hvaða viðkvæði henta við tilteknar aðstæður, oft í hagnýtu skyni, t.d. ef notandinn er sjálfur að rita texta þar sem slíkt orðafar þarf að koma 20

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.