Málfregnir - 01.12.2003, Blaðsíða 19

Málfregnir - 01.12.2003, Blaðsíða 19
kuml, haugfé og kléberg, hafa verið notuð óslitið fram á þennan dag. En þá að tæknilegum atriðum. Orðasafn- ið verður fyrst og fremst miðað við íslenska fornleifafræði, a.m.k. fyrst um sinn, enda er af augljósum ástæðum töluvert af hugtökum í greininni sem eru að jafnaði ekki notuð á Islandi. Þannig þurfa íslenskir fornleifa- ffæðingar ekki að lýsa gripum ffá bronsöld eða greina ffá því hvernig húsakostur Róm- verja þróaðist. íðorðum í safninu má skipta gróflega í fimm flokka. Þeir eru: 1. Mannvirki. Dæmi: stekkur, öskuhaug- ur. 2. Gripir. Dæmi: döggskór, sörvistala. 3. Efni. Dæmi: móaska, kviahnaus. 4. Tœknileg uppgraftarhugtök en yfir þau vantar oft íslensk orð. Dæmi: ?skurður (e. truncatiorí), ?uppmokstur (e. back- m- 5. Adferðir, kennileg hugtök, stíifrœði. Hér vantar einnig oft íslensk orð: single con- text planning, absolute dating. Það þarf að nálgast þessa hugtakaflokka á nokkuð ólikan hátt þegar kemur að skil- greiningum. Þannig eru auðvitað til grund- vallarskýringar á merkingu flestra orða í flokkum mannvirkja, gripa og efnis í ís- lenskri orðabók. í næstum öllum tilvikum þarf þó að auka við þær og setja í fornleifa- fræðilegt samhengi. Agætt dæmi er orðið Jlöguberg. Um það segir í íslenskri orðabók að það sé ummynd- að berg sem klofni í þunnar hellur sem er í sjálfu sér ágæt skýring.6 7 Til að setja hugtak- ið í fornleifafræðilegt samhengi er nauðsyn- legt að bæta því við að flöguberg hafi verið notað í brýni. Þá þarf að koma fram að flöguberg hafi verið innflutt vara og ekki væri nú síðra að vita hvernig það lítur út. Þegar þannig bætt er við venjubundna skil- greiningu þarf auðvitað að styðjast við heimildir, þ.e. hvemig hefúr verið fjallað um viðkomandi hugtak fram að þessu í fom- leifafræði. Nokkur vinna hefur verið lögð í íðorð tengd gripum. Árið 1974 átti hópur nor- rænna fomleifafræðinga, sagnfræðinga og listfræðinga ffumkvæði að verkefni sem hafði að markmiði að samræma nafngiftir á miðaldagripum. Gefin vom út spjöld með heitum gripa á öllum Norðurlandamálum og einfoldum skýringarmyndum þar sem ffam koma heiti á einstökum hlutum gripa. Þannig em t.d. til 14 orð yfir mismunandi hluta sverðs, þ. á m. klót, hjalt, blóðrefdl, egg, kambur og tangi.1 Það segir sig sjálff að það er mikils virði fyrir þá sem fjalla um gripi að geta gengið að slíkum upplýsing- um. Utfærslan er góð og má örugglega byggja á mörgu sem kemur ffam á þessum gripaspjöldum í orðasafninu. Þegar kemur að hugtakaflokkum fjögur og fimm, þ.e. uppgraftarhugtökum og að- ferðum og kennilegum orðum, þarf að beita dálítið annarri nálgun. Þar vantar nefnilega oft orð á íslensku. Þetta stafar m.a. af því að lítið sem ekkert hefúr verið þýtt af almennu efni um fomleifafræði og nýjar aðferðir við uppgröft og skráningu hafa verið innleiddar á allra síðustu árum. I orðanefnd situr harðsnúið lið fomleifa- fræðinga með fjölbreytilegan bakgmnn. Þetta eru Garðar Guðmundsson fomvist- ffæðingur, Hildur Gestsdóttir beinafræðing- ur, Mjöll Snæsdóttir fomleifafræðingur og ritstjóri Arbókar hins íslenska fornleifafé- lags, Orri Vésteinsson, sem er nýráðinn lektor í fornleifafræði við HÍ, og síðast en ekki síst Þór Magnússon, fyrrverandi þjóð- minjavörður. En hvetjir koma til með að nota orða- safnið? Það er hugsað fyrir alla þá sem gætu þurft að fletta upp orðum og hugtökum: 6 íslensk orðabók. 2002, bls. 363. Edda, Reykjavík. 7 Nomina rerum mediœvalium (NORM). 1983. Nafnaskrá um norræna miðaldahluti. Nordisk Ministerrád/Arbeidsgruppen. 19

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.