Málfregnir - 01.12.2003, Blaðsíða 22

Málfregnir - 01.12.2003, Blaðsíða 22
að sjálfsögðu ekki aðeins við i háskóla- kennslu en umræðan á málræktarþinginu snýst um nýyrðasmíð og íðorðastarf og þar skiptir hún miklu máli ekki aðeins við Há- skóla Islands heldur við alla háskóla í land- inu. Mér stendur Háskóli íslands næst og því hef ég kosið að snúa mér að honum og hvað þar hefiir verið að gerast. A fundi sínum 25. október 1990 sam- þykkti háskólaráð tvær ályktanir sem snerta nýyrðastarfsemi innan Háskóla Islands. Fyrri samþykktin var á þessa leið: Háskólaráð beinir þeim eindregnu tilmælum til allra háskóladeilda að þær vinni skipulega að því að til verði íslenskt íðorðasafn á kennslusviði deildarinnar. Líta skal á vinnu við íðorðagerð sem sjálfsagðan þátt í ffæða- starfi kennara og sérfræðinga í Háskóla Is- lands. Síðari samþykktin sneri að framkvæmd- inni þar sem háskólaráð mælti með ákveð- inni vinnutilhögun við íslenskt íðorðastarf á fræðasviðum háskóladeildanna. Hún er í stuttu máli þessi: Hver háskóladeild átti að skipa starfshóp um skipulagningu íðorða- starfs. Starfshópurinn skyldi kynna sér vinnulag við íðorðagerð, skilgreina umfang verksins, þ.e. fjölda hugtaka, og gera tillögu til deildar um skipan orðanefnda sem funda skyldu reglulega. Verkefni orðanefndanna átti að vera að skilgreina og þýða hugtök og að mynda nýyrði. Við nýyrðasmíð áttu orðanefndir að njóta aðstoðar sérfræðinga ffá Islenskri málstöð (Baldur Jónsson 1990:2). Nú, þrettán árum síðar, lék mér hugur á að kanna hver affakstur þessarar samþykkt- ar hefði orðið. Eg skrifaði því í naíhi Is- lenskrar málnefndar bréf til rektorsskrif- stofu og allra deildarforseta í lok september og spurðist fyrir um hvort starfshópur hefði verið settur á laggirnar eftir samþykktina, hvort orðanefndir hefðu starfað innan deild- arinnar og ef svo er hvort starf þeirra hefði borið sýnilegan ávöxt og skilað sér í kennslu. Rektorsskrifstofú spurði ég um hvort málinu hefði verið fylgt eftir. Svör bárust ffá fjórum deildum af ellefu, guð- fræðideild, heimspekideild, raunvísinda- deild og verkfræðideild, og ætla ég að gera stuttlega grein fyrir þeim svörum sem ég fékk. í guðffæðideild hafði málið verið rætt á deildarfúndi og fúlltrúi deildarinnar sótti tvo fundi með orðanefnd byggingarverkffæð- inga til þess að kynnast vinnubrögðum við íðorðastarfsemi. Hann gaf síðan skýrslu til deildarforseta en lengra fór málið ekki. í heimspekideild hafði deildarforseti tal- að við menn úr ýmsum greinum deildarinn- ar og voru undirtektir á þá leið að ekki væri grundvöllur fyrir stofnun íðorðanefnda í deildinni. Það viðhorf virtist almennt ríkj- andi að flestar ffæðigreinar deildarinnar byggðu á tiltölulega gamalli rithefð þar sem menn hefðu jafnóðum íslenskað mikilvæg- ustu hugtök og orð úr erlendum málum. Fram kom að ýmsir hefðu þegar unnið þarft starf á þessu sviði innan deildarinnar, t.d. í bókmenntaffæði og heimspeki. Sumir deild- armenn bentu á tengsl heimspekideildar við Islenska málstöð og Orðabók Háskólans og töldu að þessar stofnanir gerðu starfsemi sérstakra íðorðanefnda á sínu sviði óþarfa. Niðurstaðan varð sú að íðorðastarfi væri þegar sinnt rækilega innan deildarinnar og að samþykkt háskólaráðs ætti því tæplega við deildina. Taldi deildarforseti mjög vafa- samt að menn fengjust til að setjast í starfs- hóp og nefndir um íðorðasmíð og var því ekki lengra haldið. I raunvísindadeild samþykkti deildarráð 28. nóvember 1990 tillögu um skipan þriggja manna starfshóps til að skipuleggja íðorðastarf. Hópurinn sótti tvo eða þrjá fundi með orðanefnd byggingarverkffæð- inga en skilaði engum tillögum til deildar og meira varð ekki úr starfinu. Núverandi deildarforseta er ekki kunnugt um neitt formlegt íðorðastarf á vegum deildar eða einstakra skora. I verkfræðideild var málið tekið fyrir 7. nóvember 1990. Þar var það rætt og því vís- 22

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.