Málfregnir - 01.12.2003, Blaðsíða 26

Málfregnir - 01.12.2003, Blaðsíða 26
meðal annars greiður aðgangur æ fleiri að Netinu, erlendum sjónvarpsstöðvum, leikja- tölvum o.þ.h. þar sem tungumálið, sem not- að er, er að verulegu leyti enska. I steíhuskrá Islenskrar málnefndar er lagt til að stutt verði við fjölmörg verkeíni sem á einn eða annan hátt tengjast máli og mál- notkun bama og unglinga. Nefna má þetta: • Vekja börn og unglinga til vitundar um íslensku og tungumálaaðstæður almennt og að stuðla að þjálfun í íslenskri mál- notkun. • Styðja við íslenska bókmenntasköpun, ekki síst barna- og unglingabókmenntir, og vekja böm til vitundar um sköpunar- mátt tungumálsins. Þetta má t.d. gera með því að efna til bókmenntaþings ungra lesenda. • Hvatt er til þess að nýyrðasamkeppni verði komið á fót meðal barna og ung- linga og enn fremur verði veitt verðlaun íyrir bestu heimasíðuna. • Gagnvirk rafræn próf eða getraunir í mál- notkun og stafsetningu. • Sjónvarpsstöðvar hvattar til dagskrár- gerðar um vísindi og samfélag fyrir börn. 7. Einnig er lagt til að málnefnd beiti sér fyr- ir því að samin verði upplýsinga- og vinnu- hefti með verkefnum þar sem vakin er at- hygli á notkun íslensku og sambandinu við enska tungu, sbr. norska heftið Norsk - i nye tusen ár? (http://www.sprakrad.no/tu- sen.htm). Enn ffemur handbók um málnotk- un í víðum skilningi svipuð Politikens Nu- dansk hándbog þar sem umfjöllunarefni verði m.a. ólíkur stíll, ólik ritunarform, leið- beiningar um atriði sem fáir hafa á valdi sínu en eru ritmálsstaðall o.fl. 8. Ljóst er að íslensk málnefnd hefur reynt af fremsta megni að styðja verkefni sem frarn hafa komið og jafnframt koma af stað nýjum verkefnum ýmist ein eða í samráði við aðra. Einnig er ljóst af ffamansögðu að nefndin ásamt Islenskri málstöð hefur uppi áform um að koma af stað ýmsum verkefh- um í náinni ffamtíð eða á þeim tveimur ár- um sem eftir lifa af starfstíma stjórnar Is- lenskrar málnefndar. En öll þessi verkefhi krefjast fjármagns með einu eða öðru móti. Víst er að málnefnd hefur ekki það fjármagn og mun ekki hafa yfir því að ráða en með því að virkja almennan áhuga, sem er fyrir hendi í fyrirtækjum og stofhunum, mun nefndinni takast að efla mál og málvitund íslenskra málnotenda til hagsbóta fyrir ís- lenskt mál í íslensku samfélagi. 26

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.