Málfregnir - 01.12.2003, Blaðsíða 20

Málfregnir - 01.12.2003, Blaðsíða 20
Fræðimenn innan jafnt sem utan greinarinn- ar, nemendur, fjölmiðlafólk og allan al- menning. Eins og margir vita hófst kennsla í fornleifafræði við Háskóla íslands haustið 2002 og því hefur þörfin á samræmdu orða- safni i greininni aldrei verið brýnni en nú. Orðabanki Islenskrar málstöðvar er geysi- lega gott tæki til að vista og vinna orðasöfn. Ekki einungis að hver sem er geti flett upp fræðiorðum í ýmsum greinum hvar sem hann er staddur heldur er orðabankinn lif- andi: Með einu handtaki getur ritstjóri bætt inn orði, skilgreiningu eða leiðréttingum. Þetta er mikilvægt íyrir gott orðasafn enda grundvallaratriði að það sé í sífelldri mótun og endurskoðun. Þó hlýtur að koma að því að hugað verði að útgáfu á prenti. Ekki er það af eintómri íhaldssemi heldur líka vegna þess að það hentar fornleifafræðingum mjög vel að geta blaðað í orðasafni við vettvangs- vinnu þar sem öll skráning þarf að vera hnit- miðuð og nákvæm. Þannig mætti hugsa sér að gefa út einstaka hluta af orðasafninu, t.d. eitt rit um gripi eingöngu, þá auðvitað myndskreytt, og annað með uppgraftarhug- tökum sem væri afar hentugt í uppgröftum. Stefnt er á að opna orðasafnið á heimasíðu íslenskrar málstöðvar fyrir notendum haust- ið 2004. Þá verður það kynnt fyrir væntan- legum notendum og óskað sérstaklega eftir athugasemdum og viðbótum við það. Rannsóknir í fornleifafræði hér á landi hafa aldrei verið fleiri og umfangsmeiri en einmitt um þessar mundir. A næstu árum og áratugum má búast við að mikið verði skrif- að, vonandi bæði fyrir almenning og fræði- menn. Þá skiptir máli að hafa samræmdan og vel ígrundaðan orðaforða. Vel heppnað orðasafn getur án efa skotið styrkum stoð- um undir fornleifaffæði á íslandi. 1 20

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.