Málfregnir - 01.12.2003, Síða 40

Málfregnir - 01.12.2003, Síða 40
Málræktarþing og hátíðardagskrá á degi íslenskrar tungu 2003 Hátíðardagskrá á vegum menntamálaráðuneytis á degi íslenskrar tungu var að þessu sinni felld að málræktarþingi Islenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar svo að úr varð sam- felld dagskrá sem um 140 manns sóttu. Dagskráin var haldin í hátíðasal Háskóla íslands. Aðalefni málræktarþingsins í ár var íslenskt íðorðastarf og orðabanki íslenskrar mál- stöðvar. Erindi af þinginu eru birt í þessu hefti Málfregna. Jafnframt voru á málræktarþinginu afhent í fyrsta sinn verðlaun íslenskrar málnefndar og Nafnfræðifélagsins fyrir vel heppnað nafn á fyrirtæki. Smágröfuleigan Grafgötur varð fyrir valinu. Enn fremur var afhentur námsstyrkur Mjólkursamsölunnar. Styrkinn hlaut að þessu sinni Margrét Pálsdóttir sem vinnur að lokaverkefni sem hún nefnir „Svo er Gunnars saga - greining á flutningi Gunnarshólma“. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra veitti Jóni S. Guðmundssyni Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Jón hóf íslenskukennslu við Menntaskólann í Reykjavík árið 1943 og kenndi þar í hálfa öld. Fjöldamargir árgangar nemenda nutu leiðsagnar hans og átti hann ríkan þátt í að móta málsmekk þeirra og var ætíð óþreytandi í viðleitni sinni til að skerpa mál og stíl nemenda í ræðu og riti. „Það er hverri þjóð ómetanlegt að eiga lærimeistara sem stunda málrækt af slíkri alúð,“ segir m.a. í rökstuðningi ráðgjafamefndar. Þá veitti menntamálaráðherra tvær sérstakar viðurkenningar fyrir stuðning við íslenska tungu. Önn- ur var veitt Lesbók Morgunblaðsins og hin Spaugstofúnni. í ávarpi sínu benti menntamála- ráðherra m.a. á hversu góðri fótfestu dagur íslenskrar tungu hefði náð í þjóðlífinu og ráð- herra nefhdi dæmi um hina margvíslegu viðburði sem efnt er til víða í samfélaginu í til- efni dagsins. Útgefandi Málfregna: íslensk málnefnd Ritstjóri: Ari Páll Kristinsson Ritstjóm og afgreiðsla: íslensk málstöð, Neshaga 16, ÍS-107 Reykjavík Sími: 552-8530. Bréfasími: 562-2699 Veffang: http://www.ismal.hi.is/ Netfang ritstjóra: aripk@ismal.hi.is Askriftarverð: 895 kr. (m.vsk.) á ári Gutenberg ISSN 1011-5889 ÍSLENSK MÁLNEFND

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.