Skírnir - 01.01.1943, Blaðsíða 20
18
Guðm. Finnbogason
Skírnir
og allar öfgastefnur í þeim efnum átt örðugt uppdráttar
og hjaðnað fljótt niður. Ekki er kunnugt, að nokkur ís-
lendingur hafi af völdum samlanda síns látið lífið fyrir
trú sína. Þau guðræknisrit, sem mestri hylli hafa náð,
hafa átt það sameiginlegt, að þar fór saman trúaralvara,
mikil veraldleg speki og frábær snilld.
Jafnframt hefir frá fyrstu tíð borið allmikið á þeim
gáfum og fyrirbrigðum, er „Psychical research“ tekur til
meðferðar: draumum, fyrirboðum, skyggni, dulheyrn o. s.
frv., og eiga íslendingar að líkindum tiltölulega meira af
sögum um þau efni en nokkur önnur þjóð. Áhugi á þeim
er enn mikill.
Á íslandi hafa konur alltaf verið mikils metnar og oft
látið mikið til sín taka. Þær hafa átt mikinn þátt í við-
haldi þjóðlegra fræða og bókmennta, kunnað vel að segja
sögur og unnað ljóðum. í íslenzkum bókmenntum hefir
þeim verið borin vel sagan og samúð og aðdáun höfund-
anna hallazt fremur til kvenna en karla, enda hafa íslend-
ingar verið meðal hinna fremstu í flokki til að veita kon-
um sömu réttindi í þjóðfélaginu og körlum. Á samband
karla og kvenna hafa Islendingar að jafnaði litið mann-
úðlega.
Skaplyndi íslendinga mótast mest af hinni næmu sjálfs-
hugð þeirra, og það er ef til vill engin tilviljun, að oflæti
og vanlæti (manic-depressive insanity) er langtíðasti geð-
sjúkdómur á íslandi, en eftir kenningu W. McDougall’s
kemur hann af röskun þess jafnvægis milli stórlætis og
smálætis, sem er skilyrði heilbrigðrar sjálfshugðar. ís-
lendingar hafa alltaf viljað vera höfðingjar og reynt eftir
mætti að vera það í því, sem þeir gátu. Kjörin hafa oft
ekki leyft þeim mikið í þeim efnum. En það hefir sjaldan
bugað þá sannfæringu, sem þeir ólu með sjálfum sér, að
þeir væru í eðli sínu höfðingjar, þó að þeir gætu ekki
verið það í framkvæmd. Þeir hafa styrkt sig í þeirri trú,
með því að minnast uppruna síns. Þaðan er runninn áhugi
þeirra fyrr og síðar á ættfræði, og ættarmetnaðurinn
hefir fram á síðustu öld ráðið miklu um stofnun hjúskap-