Skírnir - 01.01.1943, Blaðsíða 220
218
Ritfregnir
Skírnir
an og eftirminnilegan hátt. Þeir, sem áður hafa lesið þær eða ein-
hverjar þeirra, munu með óblandinni ánægju rifja upp kunnings-
skap við þær og njóta lestursins ef til vill betur nú en í fyrra
skiptið.
I formála bókarinnar segir höfundur svo: „Þegar ég nú les
þessar huganir í samfellu, virðast mér þær raunar vera þættir í
sömu viðleitni og að ég hafi alltaf verið að klappa sama steininn.
Um árangurinn verða aðrir að dæma“. Þetta er hverju orði sann-
ara. I flestu því, sem G. F. hefir ritað, má greina sömu viðleitn-
ina, þá sem hann orðaði þannig, þegar hann mælti til Vestur-ís-
lendinga: Vér viljum ávaxta íslenzka arfinn. Um langa ævi hefir
G. F. verið í fylkingarbrjósti þeirra, sem vilja og kosta kapps um
að ávaxta íslenzka arfinn. Það starf mun vissulega ekki vera unn-
ið fyrir gíg. I því starfi munu menn lengi minnast þáttar Guð-
mundar Finnbogasonar, málvarnar og málfegrunarstarfs hans, og
lengi mun íslenzk tunga bera þess merki. P. S.
Thomas Hardy: Tess, af d’Urberville-ættinni. Snæbjörn Jónsson
þýddi. Fyrra og síðara bindi. Með myndum. ísafoldarprentsmiðja
h.f. Rvik 1942.
Þegar Thomas Hardy andaðist, árið 1928, þótti mörgum svo, að
þar hefði farið veg allrar veraldar síðasta brezka stórskáldið, er
fyllt hafði flokk raunsæismanna (realista) á síðari hluta 19. aldar.
Og vafalaust er einnig óhætt að bæta því við, að þar hvarf úr
mannheimum einnig eitt mesta skáld Breta frá Viktoríu-timabilinu.
Það er nú löngu viðurkennt, að Thomas Hardy stóð í fremstu röð
rithöfunda síns tíma, þótt aldrei fengi hann Nóbels-verðlaunin.
Hin raunsæa stefna í skáldskap 19. aldar, er tók við af róman-
tísku stefnunni, náði hámarki á síðustu áratugum aldarinnar að
fegurð og látleysi, en fór úr því að spillast. Einn af allra látlaus-
ustu, hreinustu og útúrdúraminnstu boðberum realismans var Thom-
as Hardy. Tess er einhver fegursta perla heimsbókmenntanna í
þessum anda. Það getur verið, að Thomas Hardy hafi ritað eina
eða tvær bækur, sem segja má að sé kröftugri skáldskapur en Tess.
En í Tess er hann nákvæmlega mannlega raunsær, harður án
grimmdar, mildur án öfga. Því að þótt bæði sé lýst grimmd og
mildi í þessari bók, þá er þó ætíð farið svo eðlilega og mannlega
með efnið, að hvergi finnast öfgar. Ekkert er fjær Hardy en að
nota áróður eða beita auglýsingaaðferðum í ritum sínum, þvert á
móti er augljóst, að hann forðast slíkt. Hin mikla list hans og
kraftur er fólginn í því, að lesandinn verður þess ekki var, að hann
sé að lesa skáldsögu, heldur sanna sögu um lífið sjálft. Lífið sjálft
með öllum þess vonum og vonsvikum, gleði og sorg, hrösun og
endurreisn, grimmd og miskunn, eigingirni og sjálfsafneitun.