Skírnir - 01.01.1943, Blaðsíða 78
76
Irving Langmuir
Skírnir
hæfinguna: „Frumeindir eru óbilandi“. Er það satt eða
ósatt? Svarið fer eftir því, hvernig á frumeindirnar er
litið. Frá sjónarmiði efnafræðingsins er setningin jafn-
sönn og hún hefir alltaf verið. En eðlisfræðingur, sem
rannsakar geislavirkar breytingar, viðurkennir, að sumar
frumeindir leysast upp eða bila sjálfkrafa. Sannleikurinn
er sá, að efnafræðingar og eðlisfræðingar hafa engar ná-
kvæmar skilgreiningar á orðinu frumeind, og þeir vita
ekki heldur í neinum algerum skilningi, hvað þeir eiga
við með orðinu óbilandi. Til allrar hamingju taka slíkar
spurningar ekki framar mikið af tíma vísindamanna. Þeir
fást venjulega við hlutkenndari viðfangsefni, sem þeir
reyna að leysa með heilbrigðri skynsemi.
Leikmenn og margir þeirra, er stunda svonefnd mann-
félagsvísindi, halda oft, að starfssvið vísindanna ætti að
vera ótakmarkað: að rökhugsun ætti að taka hlutverk
hugsýninnar, að raunhyggja ætti að koma í stað tilfinn-
inga og að siðgæði hafi aðeins gildi að svo miklu leyti sem
hin sundurliðandi hugsun réttlætir það. Mannleg efni eru
miklu flóknari en þau, sem vísindin venjulega fást við.
Hagfræðingar leggja til, að breytt sé lögum vorum til
þess að afstýra því, að tímabil hagsældar og kreppu skipt-
ist á. Þeir halda, að slík lagabreyting mundi bægja á braut
orsökum kreppunnar. Þeir reyna að koma upp hagvísind-
um, er fundið geti hagkvæma lausn á slíkum vandamálum.
Ég held, að hagnýtingu vísindanna til úrlausnar slíkum
viðfangsefnum sé markað afar þröngt svið. Vísindamað-
ur verður að skilgreina úrlausnarefni sitt og hann verður
venjulega að gera aðstæðurnar við tilraunir sínar einfald-
ari, til þess að útiloka þau atriði, er rugla reikninginn.
Hagfræðingurinn verður t. d. að hugsa sér „hagsýnan
mann“, sem alltaf gerir það, sem búizt er við af honum.
Engum tveim hagfræðingum mundi bera alveg saman um
einkenni þessa hugsaða manns, og hvaða ályktanir sem
dregnar væru af breytni hans, þá væri varhugavert að
beita þeim, þegar um lifandi menn væri að ræða. Engin
rökfræðileg aðferð er til að skera úr því, hvernig á að