Skírnir - 01.01.1943, Blaðsíða 70
68
Irving Langmuir
Skírnir
Kenningar þær eða skýringar, sem komu fram í sam-
bandi við náttúrulögmálin, fólu venjulega í sér lýsingu á
eins konar fyrirmynd. Yfirleitt er það svo, að vér í stað
þess að hugsa um allan hinn fjölbreytta heim veljum að-
eins fá atriði, sem vér höldum, að séu mikilvæg, og bein-
um athyglinni að þeim. Þannig komu efnafræðingarnir
fram með frumeindakenninguna, er telur efnið samsett
úr frumeindum af jafnmörgum tegundum og frumefnin
eru. Frumeindirnar hugsuðu menn sér sem örsmáar kúl-
ur, en ekki var neitt hugsað um það, úr hvaða efni þær
væru. Er síðari kenningar bentu til, að frumeindirnar
væru samsettar af rafeindum og viðlægum (positive)
kjörnum, þá breytti það litlu fyrir efnafræðingnum, því
að hann hafði ekki áður þurft að líta á fyrirmynd sína
frá því sjónarmiði. Skóladrengir eru nú á dögum látnir
gera flugvélalíkön. Þau verða að vera þannig löguð, að
þekkja megi hinar ýmsu tegundir þeirra sundur, þegar
horft er á þau frá hlið við hvítan bakgrunn. Það skiptir
auðvitað litlu máli, úr hvaða efni þau eru gerð. Forsmiðir
flugvéla smíða líkön þeirra, og eru þau síðan reynd í
göngum, þar sem stormur blæs, en þau þurfa ekki að vera
með hreyflum.
Flestar fyrirmyndir, er vísindamenn styðjast við, eru
aðeins hugsaðar fyrirmyndir. Þegar t. d. Maxwell hugsaði
upp rafsegulmagnskenningu sína, er hann hafði til þess
að skýra eiginleika ljóssins, þá gerði hann ráð fyrir ein-
hverri miðlu (medium), er ljósöldurnar bærust um. Þessi
miðla var kölluð Ijósvaki. Var hugsað, að hann hefði líka
eiginleika og fjaðurmagnaðir fastir líkamir. Ástæðan til
þess, að svona fyrirmynd var valin, var sú, að vísinda-
mönnum þeirra tíma hafði verið kennt allmikið um hátt-
erni fastra, fjaðurmagnaðra hluta. Þannig mátti skilja
rafsvið og segulsvið í líkingu við hina kunnu eiginleika
fjaðurmagnsins. Nú sem stendur eru tiltölulega fáir fræði-
menn vel heima í kenningunum um f jaðurmagnið. Að-
staðan er því öfug við það, sem áður var, og nú skýrum
vér eiginleika fjaðurmagnaðra fastra hluta þannig, að