Skírnir - 01.01.1943, Blaðsíða 135
Skírnir
Frá Austurlöndum
133
og þar er mikill fjöldi klaustra, munka og presta, sem að-
hyllist þær trúarkenningar. Þá eru þar yfir 20 milljónir
MúhameSstrúarmanna, sem hafa eins og annars staSar
nokkra sérstöðu í þjóðfélaginu. Kristnir menn eru fáir,
flest rómversk-kaþólskir, nema í norðurhéruðunum, þar
sem rússnesk áhrif hafa náð mest til. Þar er nokkuð af
grísk-kaþólsku fólki. Allur þorri Kínverja tignar Kon-
fúcíus (Kungfutse) sem hinn mikla kenniföður, en kenn-
ingar hans eru fyrst og fremst siðalærdómur, fagur og
merkilegur lofsöngur um dyggð og lærdóm. Aðalatriðið í
þessum siðakenningum er dregið saman á þessa leið:
„Þeir gömlu (feðurnir), sem vildu koma fullkomnum
dyggðum í hásæti í keisaradæmi sínu, reyndu fyrst og
fremst að stjórna ríkinu vel. Til þess að geta stjórnað því
vel, urðu þeir fyrst að koma góðri skipun á heimili sín.
Til þess að bæta heimilin, urðu þeir fyrst að þroska per-
sónu sína, en til þess urðu þeir fyrst og fremst að göfga
hjarta sitt. Til þess að ná því takmarki, reyndu þeir fyrst
að vera hreinir í huga, en til þess þroskuðu þeir þekkingu
sína með því að rannsaka allt. Þegar allt er rannsakað,
verður þekkingin fullkomin. Þegar þekkingin er fullkom-
in, verða hugsanirnar hreinar, og af því leiðir aftur göfg-
un hjartans. Henni fylgir svo andlegur þroski mannsins,
sem göfgar heimilislífið, og þegar heimilin eru góð, verður
ríkinu stjórnað vel. Þegar því er vel stjórnað, hlýtur öll
þjóðin frið og hamingju“.
Þannig boðaði Konfúcíus þekkinguna sem grundvöll lífs
einstaklinga og ríkis, en eiginleg guðstrú var þetta ekki.
Kínverjar hafa aðhyllzt þessa kenningu í daglegu lífi sínu,
og þeir hafa líka reynt að gera hana að virkilegum trúar-
brögðum. Þetta hefir þó ekki lánazt vel. Kjarnann sjálfan
vantaði. Hin mikla kínverska guðfræði er mestmegnis fólg-
in í endalausum skýringum á kenningum Konfúcíusar og
sífelldum deilum um það, hvernig skilja beri orð spá-
mannsins. Þjóðin hefir orðið gegnsýrð af þessu, en nærri
má geta, að það hefir ekki orðið heppilegt fyrir þróun
þjóðfélagsins.