Skírnir - 01.01.1943, Page 23
Halldór Hermannsson
Goðorð í Rangárþingi
Hvernig íslenzku goðorðin hafi orðið til, er óvíst. Skoð-
un Konráðs Maurers, sem Vilhjálmur Finsen féllst á, var
alllengi talin sú líklegasta. Samkvæmt henni ætti fyrsti
vísir til goðorðanna að hafa myndazt kringum hofin. Menn
úr vissu byggðarlagi hefðu komið saman til blóta á hátíð-
um við næsta hof. Þannig hefði myndazt eins konar sókn
eða félagsskapur, og menn hefðu smám saman farið að
gera ýmsar ákvarðanir og að skera úr málum manna á
slíkum samkomum. Eigandi hofsins hefði verið sjálfkjör-
inn foringi bæði blótanna og veraldlegra mála. Þegar svo
allsherjarríkið var stofnað, hafi það verið þessi félags-
skapur, sem varð grundvöllur goðorðanna.1) Friedrich
Boden, þýzkur réttarsögufræðingur, varð fyrstur til að
mótmæla þessari skoðun. Hann hélt því fram, að goðorðin
hefðu verið mynduð samkvæmt germanskri venju úr
fylgdarliði höfðingja.2) Ólafur Lárusson hefir hallazt að
þessari skoðun, og meðal annars bent á, að á íslandi fara
hof og þing hvergi saman, eins og ætla mætti, ef skoðun
Maurers væri rétt.3) Nú hefir Sigurður Nordal tekið þetta
mál til meðferðar og reynt að sýna fram á, að það hefðu
verið nokkrar helztu höfðingjaættirnar, afkomendur
Bjarnar bunu, sem hefðu unnið saman til þess að koma
allsherjarríkinu á stofn og þar með myndað goðorðin
aðallega handa ættingjum sínum, tengdamönnum og
venslamönnum.4) Nordal hefir fært margar líkur fyrir
þessu og má telja tilgátu hans hina sennilegustu. Hann
hefir þó ei fundið neina höfðingja í Rangárþingi komna
af Birni bunu eða tengda afkomendum hans, en hér mun
þó mega finna sambönd milli höfðingja, sem styðja til-