Skírnir - 01.01.1943, Blaðsíða 53
Skírnir
Grónar grafir
51
eins og hún þurfi æfinlega og alls staðar aS stjórna öllu.
Og þó er ég viss um, að henni finnst hún hvorki vera
málug né afskiptasöm. En þegar við erum saman, þá er
ég alltaf litli bróðir.
Hún húsvitjaði rækilega á Hrauni, og virtist ánægð með
búskapinn yfirleitt. En hún vildi láta mig fá byggingu
strax að vori. — Það búa engir prestar lengur í gömlum
bæjum! — Hún virtist ekki skilja, að ég þyrfti annað en
tala við stjórnarráðið til að fá nýtt steinhús. Og ég ósk-
aði, að ég gæti sent hana suður til ráðherrans.
En mér fannst í þetta sinn alltaf eitthvað búa meira
undir orðum Þuríðar en vanalega. Hún eiga eins og við
mig sérstakt erindi, sem hún, þótt undarlegt væri, kæmi
sér ekki að með. Annað slagið var hún fram í eldhúsi að
tala við Sólveigu, sem var alveg inni þennan dag vegna
gestanna.
Eftir miðaftanskaffið stakk Þuríður upp á að ég gengi
eitthvað út með henni, úr því veðrið hefði skánað.
Við röltum út í hraunið, drukkum í okkur ferskan lyng-
ilminn, gáðum að berjum, sem enn voru þó tómir vísirar.
Svo fór ég með hana niður í Lambagjá. Hún er ein af
undrum náttúrunnar. Þessi hraungjá er talsvert stór um
sig. Verður aðeins komizt niður í hana með erfiðismun-
um á einum stað, annars eru gjáarveggirnir 3—4 mann-
hæðir. Slúta þeir alls staðar inn undir sig, og eru ákaf-
lega einkennilega hrjúfir, rétt eins og ísströnglar hefðu
orðið þar að steini. Botn gjárinnar er skvompóttur, en
vaxinn stórvöxnum burknum og öðru hinu fegursta blóm-
skrúði. Flestir hafa gaman af að sitja í þessari gjá, og
stundum hefir gestum verið veitt þar kaffi, að því er mér
er sagt.
Við Þuríður settumst á flosmjúkt blómteppið og dáð-
um þessa haglegu öskju.
Allt í einu bar systir mín blóm að vitum sér og sagði
hálfkankvís og þó alvarleg:
— Ég þarf að tala við þig um kaupakonuna þína!
Einhvern veginn vissi ég, að hún myndi segja eitthvað
4*