Bændablaðið - 16.04.2014, Side 2

Bændablaðið - 16.04.2014, Side 2
2 Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014 Samkvæmt nýrri framsetningu Ráðgjafarþjónustu landbúnaðar- ins (RML) á greiningu á skýrlsu- haldsgögnum í sauðfjárrækt kemur fram mikill mismunur á tekjum bestu og slökustu búanna í greininni. Þannig eru bestu ærnar að skila þriðjungi betri tekjum í búið en þær slökustu. Ef miðað er við tvö jafn stór bú með 400 kindum, þá getur þar munað um þrem milljónum króna á tekjum. Uppgjöri sauðfjárræktarinnar fyrir árið 2013 lauk að mestu fyrir mánuði síðan. Í mörg ár hefur einungis tíðkast að birta niðurstöður þess sem afurðir eftir kind, reiknað í kílóum kjöts. Nú hafa skýrsluhaldsgögnin verið greind með meðalverðslíkani til að skoða áhrif einstakra þátta á meðalverð og þá afurðir í krónum talið eftir hverja vetrarfóðraða á. Niðurstöður þessara greininga hafa nú verið gerðar aðgengilegar á heimasíðu RML. Á vefsíðu Landssamtaka sauðfjárbænda segir að þessar niðurstöðurnar sýni skýrt að mikil tækifæri séu til að bæta afkomu sauðfjárbúa. Samkvæmt líkaninu er hver ær á landinu að skila 19.500 krónum að jafnaði. Breytileikinn er talsverður. Á þeim búum sem sýna besta niðurstöðu er hver ær að skila rúmum 23.000 krónum á meðan að meðalærin á þeim búum sem sýna lakasta niðurstöðu er að skila 15.500 krónum. Þarna munar 7.500 krónum á kind á búum í efsta og neðsta flokki. Meðalstórt sauðfjárbú með 400 kindur í efsta flokki hefur því um þremur milljónum meira í tekjur en bú af sömu stærð í neðsta flokk. Landssamtök sauðfjárbænda hvetja bændur eindregið til að kynna sér þessar greiningar á vefsíðu RML. /HKr. Sauðfjárbændur þurfa að ræða hvort ástæða sé til að breyta vægi einstakra verkefna sem rúmast innan búvörusamninga, til að mynda hvort auka eigi vægi gæðastýringar á kostnað beingreiðslna eða hvort jafnvel eigi að forgangsraða notkun fjármuna alveg upp á nýtt. Núverandi búvörusamningur í sauðfjárrækt rennur út í árslok 2017 og brýnt er að markmið sauðfjárbænda fyrir nýjan samning liggi fyrir ekki seinna en á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) að ári. Hvað er að vera sauðfjárbóndi? Svo orðaði Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS, hlutina í setningarræðu sinni við upphaf aðalfundar samtakanna sem haldinn var dagana 3.-4. apríl síðastliðna. Þórarinn velti síðan upp spurningunni hvað væri að vera sauðfjárbóndi. „Það hefur lengi legið fyrir að til þess að framfleyta fjölskyldu á sauðfjárrækt eingöngu þarf bú sem er stærra en meðalbúið í dag. Greinin hefur einfaldlega þróast þannig að margir sinna öðrum verkefnum með. Það þarf ekki að vera slæmt því hún getur oft hentað mjög vel með öðrum búgreinum, ferðaþjónustu eða annarri starfsemi,“ sagði Þórarinn. Hann sagði ljóst að ekki hefðu allir félagar LS uppi áform um að lifa eingöngu á sauðfjárrækt, því færi fjarri og það væri líka allt í lagi. Afurðaverð talsvert lægra en í nágrannalöndum Í máli Þórarins kom fram að bændur hefðu fengið ágætar afurðaverðshækkanir á síðustu árum, sem ekki hefðu orðið til þess að verð til neytenda hefði hækkað. Á árunum 2006 til 2013 hefði smásöluverð á lambakjöti hér á landi hækkað um rúm 40 prósent, sem væri þriðjungi minna en hækkanir á almennu verðlagi á sama tíma. Verð til bænda hafi hins vegar hækkað mun meira, um rúm 90 prósent . „Það hefur náðst með góðum árangri í útflutningi og hagræðingu í sláturiðnaðinum. Þrátt fyrir það er afurðaverð hér á Íslandi ennþá talsvert lægra en í nágrannalöndum okkar. Undanfarin misseri hefur það verið á svipuðu róli og í Póllandi.“ Um þriðjungur framleiðslunnar fluttur út Þórarinn benti á að margvísleg tækifæri væru í útflutningi á lambakjöti. Ekki mætti hins vegar líta framhjá því að markmið sauðfjárbænda ætti fyrst og fremst að vera að sinna heimamarkaðinum vel. Um þriðjungur kjötframleiðslunnar væri fluttur út, eða um 3.000 tonn á ári. Það væri afar lítið í alþjóðlegu samhengi og það gæti líka skapað vandkvæði við útflutning. Engu að síður væri afar mikilvægt að vinna nýja markaði og sinna þeim sem fyrir væru því útflutningur hefði, eins og áður hefur komið fram, staðið að miklu leyti undir því hversu vel hefði gengið að hækka afurðaverð til bænda. /fr Fréttir Nýr formaður hjá Búvest Nýr formaður hjá BSSL Nýr formaður var kosinn á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands sem haldinn var 11. apríl síðastliðinn. Guðbjörg Jónsdóttir á Læk gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hún hafði setið sem formaður síðustu sex ár. Baldur Indriði Sveinsson frá Litla-Ármóti var kosinn nýr í stjórn en aðrir stjórnarmenn sitja áfram. Stjórnin skipti svo með sér verkum og var Ragnar Lárusson í Stóra-Dal kosinn formaður. Aðrir í stjórn eru þeir Gunnar Kristinn Eiríksson í Túnsbergi, Jón Jónsson, Prestbakka og Erlendur Ingvarsson í Skarði. /fr Nýr formaður var kosinn á aðalfundi Búnaðarsamtaka Vesturlands sem haldinn var fimmtudaginn 10. apríl s íðast l ið inn. Þórhi ldur Þorsteinsdóttir á Brekku var þá kjörin formaður í stað Guðnýjar H. Jakobsdóttur í Syðri-Knarrartungu en hún lét af embætti eftir níu ára stjórnarsetu. Halldór J. Gunnlaugsson á Hundastapa kom nýr inn í stjórn en áfram sitja þeir Daníel Ottesen á Ytra Hólmi, Valberg Sigfússon á Stóra-Vatnshorni og Kristján Magnússon í stjórninni. Á fundinum kom fram að rekstur samtakanna var jákvæður um 1,5 milljónir á síðasta ári. Velta samtakanna á var 99 milljónir á árinu. Næg verkefni eru fram undan í starfi samtakanna, meðal annars vinnuverndarverkefni sem er á döfinni. Þá voru samþykktar ályktanir, meðal annars varðandi uppbyggingu og lagfæringu malarvega á starfssvæði Búvest, um að selja skuli Hótel Sögu og um stuðning við málflutning Bændasamtaka Íslands varðandi sjálfstæði Landbúnaðarháskólans. /fr Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í byrjun apríl. Mynd / HKr. Guðný fyrrverandi formaður og Þórhildur nýkjörinn formaður. Afurðaverð til sauðfjárbænda svipað og í Póllandi Þórarinn Ingi Pétursson Ný uppgjörsframsetning sýnir að mikil tækifæri eru til að bæta afkomu í sauðfjárrækt: Bestu sauðfjárbúin fá um þriðjungi hærri tekjur eftir hverja kind en þau slökustu – ær í efsta flokki eru að skila 23.000 krónum en þær lökustu 15.500 krónum Böðvar í Ysta-Hvammi nýr í stjórn LS Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda sem haldinn var 3.-4. apríl síðastliðna var Böðvar Baldursson í Ysta-Hvammi í Aðaldal kjörinn nýr í stjórn samtakanna fyrir Norðausturhólf. Fimm manns sitja í stjórn samtakanna, formaður sem kosinn er beinni kosningu og fjórir stjórnarmenn. Þeir eru kosnir hver innan síns landshluta en landinu er skipt í fjögur hólf, Vesturhólf, Norðvesturhólf, Norðausturhólf og Suðurhólf. Ganga stjórnarmenn úr stjórn til skiptis en kjörtímabilið er tvö ár. Helgi Haukur Hauksson, sem kosinn var í stjórn innan Norðausturhólfs á aðalfundi 2013, lét af störfum í stjórn snemma á þessu ári. Ólafur Þorsteinn Gunnarsson tók þá sæti hans og gegndi stjórnarstörfum fram að aðalfundi. Böðvar og Sigurður Þór Guðmundsson kepptu um stjórnarsætið í kosningu á fundinum og hafði Böðvar sigur eins og áður sagði. Oddný Steina Valsdóttir var jafnframt endurkjörin í stjórn fyrir Suðurhólf, en enginn bauð sig fram gegn henni. Þegar þannig háttar til eru allir félagsmenn á viðkomandi svæði í kjöri. Hlaut Oddný Steina mjög afgerandi kosningu. Stjórn samtakanna skipa því, auk þeirra Oddnýjar Steinu og Böðvars, þau Þórarinn Ingi Pétursson á Grýtubakka formaður, Atli Már Traustasona á Syðri-Hofdölum og Þórhildur Þorsteinsdóttir á Brekku. Ólafur Þorsteinn Gunnarsson á Giljum var endurkjörinn fyrsti varamaður í stjórn, Birgir Arason í Gullbrekku annar varamaður og Sigvaldi H. Ragnarsson á Hákonarstöðum var kjörinn þriðji varamaður. /fr Framkvæmdastjóri og stjórn LS, talið frá vinstri: Sigurður Eyþórsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Þórhildur Þorsteinsdóttir, Atli Már Traustason, Oddný Steina Valsdóttir og Böðvar Baldursson. Mynd / smh Fráfarandi formaður í ræðustóli. Íbúar í þremur hreppum á Ströndum, Strandabyggð, Kaldrananeshreppi og Árneshreppi eru samtals 664 talsins samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Flestir eru íbúarnir í Strandabyggð, 506 talsins, 105 eiga lögheimili í Kaldrananeshreppi og 53 í Árneshreppi. Nokkur stöðugleiki hefur verið í íbúafjölda síðustu árin á svæðinu, til samanburðar voru samtals 499 íbúar samtals árið 2006 í hreppunum tveim sem sameinuðust sama ár í Strandabyggð, í Kaldrananeshreppi bjuggu þá 112 og 50 í Árneshreppi. Stöðugleiki á Ströndum

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.