Bændablaðið - 16.04.2014, Side 21

Bændablaðið - 16.04.2014, Side 21
21Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014 sem tók til starfa 2009 með breyttum lögum um raftæki frá 1. janúar það ár. Þá var innflytjendum gert skylt að stofna skilakerfi. Í framhaldinu voru stofnuð tvö slík kerfi 2009, en með breyttum lögum sem nú liggja fyrir Alþingi stendur til að Úrvinnslusjóður yfirtaki skilakerfin. Markmið með lögunum um raftæki sem sett voru að frumkvæði Evrópusambandsins og tóku gildi á Íslandi 1. janúar 2009, var að stuðla að nýtingu hráefnanna til endurvinnslu. Og koma í veg fyrir að notuð tæki væru send til þróunarlandanna þar sem þau hafi skapað umhverfisvandamál. Sameining skilakerfa undir einn hatt „Ég tel þetta mjög til bóta þó ég sé sjálfur framkvæmdastjóri fyrir öðru skilakerfinu sem heitir Samskil. Ég hef reyndar frá upphafi verið þeirrar skoðunar að þetta ætti heima inni í Úrvinnslusjóði. Ég tel það miður að nú sé í sambandi við nýja úrgangsfrumvarpið verið að ræða um að gera sérstakt skilakerfi fyrir rafhlöður og rafgeyma. Að mínu mati á það að vera hjá Úrvinnslusjóði sem hefur reynst ákaflega vel. Þar er sérstakur sjóður fyrir hvert efni sem lögum samkvæmt verður að standa undir förgun eða endurvinnslu þeirra. Þá fjármuni má ekki nota í neitt annað. Þannig mega peningar sem innheimtir eru af sölu rafgeyma ekki notast í endurvinnslu hjólbarða eða olíumálningar svo eitthvað sé nefnt.“ Óþarfi að flækja málin að kröfu ESB „Að mínu mati hefur starfsfólk Úrvinnslusjóðs staðið sig frábærlega. Það á að nýta þá þekkingu til að gera enn betur. Stundum verðum við nefnilega að spyrna við fótum gagnvart Evrópusambandinu sem krefst þess að sett séu upp sérstök skilakerfi fyrir einstök efni og að framleiðendur og innflytjendur verði gerðir ábyrgir. Það er í sjálfu sér gott, en við erum bara með enn betra og fullkomnara kerfi hér á landi sem er Úrvinnslusjóður. Hann eigum við að nýta betur og kynna á erlendum vettvangi. Hann getur alveg nýst í öllum tilfellum og líka svarað fyrir innflytjenda- og framleiðendaábyrgð, því að í stjórn hans sitja fulltrúar frá atvinnulífinu. Það er óþarfi að fara að flækja kerfið þó Evrópusambandið krefjist þess.“ Skilagjaldi á raftækjum haldið í lágmarki Varðandi skil á þvottavélum og öðrum raftækjum, þá er skilagjald sem á þau eru lögð eingöngu hugsuð til að standa undir kostnað við móttöku en ekki til endurgreiðslu líkt og gerist með skil á ónýtum bílum. Reynt er að hafa gjaldið í algjöru lágmarki. Vegna skilagjalda á raftækjum losnar fólk síðan við að greiða fyrir förgun. „Móttaka á rafgeymum eru einu tilvikin sem við greiðum fyrir skil á hlutum sem innihalda spilliefni. Þó erum við ekki að borga fyrir einn og einn geymi, heldur ef fyrirtæki koma með marga geyma í einu sem þau hafa safnað saman. Síðan borgum við auðvitað fyrir verðmæta málma sem menn skila hingað til endurvinnslu,“ segir Jóhann. Þetta er allt hráefni en ekki rusl Hann segir að mikil breyting hafi orðið til batnaðar varðandi skil á brotajárni og örðum málum sem áður var gjarnan urðað víða um land. „Ég held að slíkt sé nánast horfið en hins vegar var mikið um slíkt hér áður fyrr. Manni skilst að víða séu heilu námurnar af brotajárni sem búið er að urða þar sem liggja jafnvel þúsundir tonna. Sem betur fer hefur þarna orðið mikil framþróun og við erum farin að standa okkur mikið betur hér á Íslandi. Þá er fólk almennt farið að gera sér grein fyrir nauðsyn þess að endurvinna efni og spara þar með um leið námavinnslu og ágang á auðlindir jarðar. Enda er endurvinnsla alltaf að verða hagkvæmari og umhverfislega réttari hugsun. Þetta er allt hráefni en ekki rusl. Málmarnir eru bræddir upp aftur og mótaðir í nýja hluti. Sama er verið að gera með plastið. Verðið plasti til endurvinnslu er að vísu full lágt, en eitthvað er verið að vinna slíkt hér á landi líka, eins og vegstikur og staura.“ Mikill fjöldi starfa hefur skapast í endurvinnslu „Störf í endurvinnslu eru orðin gríðarlega mörg á Íslandi og fjölmörg fyrirtæki starfa við slíkt. Það er verið að vinna úr gúmmíi, málmum og verið að vinna lífdísil og margvíslegt annað. Bara hér hjá Hringrás starfa um 40 manns og við erum með starfsmenn á þrem stöðum á landinu fyrir utan Reykjavík. Hringrás er með starfsstöðvar á Reyðarfirði og á Akureyri. Einnig erum við með athafnasvæði á Skagaströnd, Ísafirði og í Helguvík. Þá sendum við mikið menn frá Reykjavík til að vinna úti á landi við niðurrif á olíutönkum skipum, byggingum og ýmsum öðrum mannvirkjum. Jafnvel erum við að hreinsa upp gamlar lagnir, girðingar og ýmislegt annað.“ Þá má geta þess að Hringrás á einnig fyrirtækið Vöku sem sér um að safna saman ónýtum bílum til endurvinnslu. Kröfur um hátt endurvinnsluhlutfall Jóhann segir að í gegnum fyrirtækið fari þúsundir tonna á hverju ári af málmum, dekkjum og öðru efni til endurvinnslu. Kröfur um endurvinnsluhlutfall notaðar hluta eru stöðugt að aukast. Þannig er krafa um að endurvinna verði 65% af gömlu túbusjónvarpstækjunum. Myndlampinn er tekin úr þeim og myndbyssan tekin frá, þar sem í þeim er blý. Glerið úr myndlampanum er sent utan, þar sem blýið er hreinsað úr og glerið síðan endurunnið. Skjáglerið er hreint og gæti nýst til vegagerðar, í hafnarframkvæmdir eða sem efni í skrautpússningu utan á steinhús. Jóhann segir að þar sem gler er bara bræddur kvartssandur sem er ódýrt hráefni borgi sig vart að flytja það utan með skipum til endurbræðslu. Því þurfi að finna farveg til að endurnýta það með einhverjum hætti hér heima. Það á m.a. við um gler undan drykkjarvörum. Krafa um endurvinnslu á ljósaperum er um 50% nýtingu. Glerið úr þeim fer til endurvinnslu erlendis sem og raftæki, bílar og annað sem þar er tætt í sundur í verksmiðju og flokkað í sundur með seglum og öðrum búnaði. Þar sem glerið er eðlisþyngst fellur það á botninn af færibandi endurvinnslustöðvanna. Plast flokkast líka úr og fer í endurvinnslu en aukaefni eins og tau úr sætum og annað fer í brennslu í orkuverum. Varðandi tölvur segir Jóhann að þær séu skrúfaðar í sundur þar sem í prentplötunum séu góðmálmar sem endurunnir eru með sérstöku aðferðum. Endurvinnsla á gömlum ísskápum sem enn innihalda hættulegt freon er komið til Efnamóttökunnar sem sér um að tappa af þeim. Þess má geta að einangrunin í mörgum af gömlu ísskápunum inniheldur líka freon. Skáparnir eru síðan pressaðir og sendir í brennslu. Jóhann segir að freon sé nú bannað en þess í stað er nota porpangas sem kælimiðill. Þá inniheldur einangrunin ekki lengur hættuleg efni. Nýr ísskápur í dag er því mjög umhverfisvænn og auðvelt að nýta í endurvinnslu. Nýta skip sem hingað koma fyrir álverin Til að ná sem hagstæðustum flutningsgjöldum vegna flutnings á brotamálmi úr landi eru leigð skip sem flytja hráefni til Íslands fyrir álverin og myndu annars fara tóm út aftur. „Þannig er okkur að takast að láta þessa endurvinnslu standa undir sér og skila þeirri framlegð sem nauðsynleg er. Varðandi plastið þá tekur Gámaþjónustan það hjá okkur og sér um að flytja það úr landi.“ Bændur taki sig á Jóhanna segir að þó mikið hafa áunnist í að breyta hugarfari almennings og stjórnenda í atvinnulífinu varðandi endurnýtingu á margvíslegum hlutum, þá þurfi bændur landsins að taka sig verulega á. Víða um sveitir liggi vélar, tæki og mannvirki sem hætt er að nota og valdi verulegri sjónmengun fyrir vaxandi straum ferðamanna. Íslendingar megi ekki láta það spyrjast um sig, og allar síst bændur sem eru í hágæða matvælaframleiðslu, að þeir séu einhverjir umhverfissóðar. Örlítið breyttur hugsunarháttur samfara svolítilli framtakssemi geti gjörbreytt ásýnd sveitanna á skömmum tíma, öllum til góðs. /HKr. Hér eru Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri Grunnskólans á Ísa rði, Jóhann Karl Sigurðsson og Ralf Trylla, umhver sfulltrúi hjá Ísafjarðarbæ. Myndin var tekin þegar skólinn fékk afhent myndskeiðið sem kennslugagn, stand undir rafhlöður og rafhlöðukassa til að gefa nemendum. Mynd / Kubbur Jóhann Karl ásamt starfsmönnum Hringrásar á athafnasvæði fyrirtækisisins í Klettagörðum. Mynd / Áskell Þórisson Það þarf að skoða vel hvort hættuleg efni leynist í heimilstækjunum sem send eru til endurvinnslu erlendis. Mynd / Áskell Þórisson Endurvinnsluiðnaðurinn er orðinn umsvifamikil atvinnugrein á Íslandi. Mynd / ÁÞ r sér gengnir utningsgámar eru líka verðmæti. Mynd / ÁÞ

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.