Bændablaðið - 16.04.2014, Síða 23

Bændablaðið - 16.04.2014, Síða 23
23Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014 Byggingarstofnunarinnar, frá því að hún var stofnsett árið 1990, eru rúmlega ellefuhundruð. Það eru allt frá einföldum vélageymslum og upp í hátæknifjós, bæði viðbyggingar og nýbyggingar. Ég hef verið svo heppinn að hafa með mér góða samstarfsfélaga þessi ár. Sigurður Sigvaldason verkfræðingur starfaði með mér fyrstu árin sem burðarvirkishönnuður, síðan Davíð Arnljótsson, Sigurður Björnsson og nú síðast Sæmundur Óskarsson.“ Mikilvæg þjónusta fyrir bændur Sú þjónusta sem Byggingaþjónustan hefur boðið bændum upp á hefur skipt miklu máli í íslenskum landbúnaði að mati Magnúsar. „Ég tel að þetta hafi verið gríðarlega mikilvæg þjónusta fyrir íslenska bændur. Það er nú einu sinni þannig að þegar menn ákveða að byggja upp fyrir framtíðar búrekstur eru þeir að leggja í gríðarlega mikla fjárfestingu og því afar mikilvægt að vel takist til. Við höfum alla tíð haft yfir að ráða mikilli þekkingu og miklum upplýsingum um landbúnaðarbyggingar, tækni í húsum og samspil þar á milli auk vinnuhagræðingar og aðbúnað gripa. Það hefur að mínu mati verið mjög mikilvægt fyrir bændur að geta sótt þessa þekkingu til okkar og fengið hér allar teikningar á einum stað.“ Framkvæmdir sem skiluðu bullandi mínus All nokkuð dró úr eftirspurn eftir þjónustu byggingaþjónustunnar eftir efnahagshrunið. Árin þar á undan hafi hins vegar verið gífurlega mikið að gera. „Eftirspurnin minnkaði töluvert eftir bankahrunið en á árunum 2002 og fram til ársins 2007 var gríðarleg eftirspurn eftir okkar þjónustu. Á þeim tíma var ekkert vandamál fyrir bændur að fá lán til framkvæmda, þeir voru nánast eltir uppi og spurðir hversu mikið þeir vildu fá. Síðan tóku bankastofnanir bara veð í jörðunum. Framkvæmdir voru því kannski sumar hverjar ekki byggðar á nægilega öruggum rekstraráætlunum. Það er hins vegar afar mikilvægt þegar menn ætla að fjárfesta í búskap að menn greini reksturinn til framtíðar rækilega. Hvernig á að standa undir fjárfestingunni, skilar hún arði eða mun dæmið bara koma út í bullandi mínus? Sums staðar var það því miður þannig.“ Ráðgjöf reyndist heilladrjúg Þegar Magnús fór í heimsóknir til bænda sem voru að hugsa um framkvæmdir á þessum tíma fékk hann iðulega héraðsráðunauta til að koma með sér í slíkar heimsóknir. „Þeir þekktu betur aðstæður bændanna og komu inn í málið á forstiginu og við gátum leiðbeint mönnum. Ég er tvímælalaust þeirrar skoðunar að það hafi í einhverjum tilfellum komið í veg fyrir að bændur reistu sér hurðarás um öxl í framkvæmdum. Þessir ráðunautar höfðu flestir starfað um árabil á svæðinu, þekktu bændur, þeirra búskap og getu þeirra til að standa undir fjárfestingum. Það var hlustað á okkur þegar við komum í þessar ferðir og ég tel að í mörgum tilfellum hafi okkar ráðgjöf reynst bændum heilladrjúg að þessu leyti.“ Verður ekki verklaus Þrátt fyrir að Magnús hætti nú störfum hjá Bændasamtökunum segir hann það fjarri lagi að hann verði verklaus. Hann og Marta keyptu árið 2001 jörðina Neistastaði í Flóahreppi og hafa þau stundað skógrækt þar af miklum móð í samstarfi við Suðurlandsskóga auk þess að vera með góða aðstöðu fyrir hross en Magnús er hestamaður mikill. Þau hjón byggðu sér þar fallegt bjálkahús og segist Magnús eiga von á því að dvelja enn meira á Neistastöðum nú eftir að hann lætur af starfi. Þá gefist meiri tími fyrir hestaferðir og skíðamennsku en þau hjón eru skíðafólk gott og hafa gjarnan farið í skíðaferðir í Alpana að vetrum. „Það má svo vel vera að ég reyni að fara að sveifla golfkylfu. Ég hef aðeins gert það og hef gaman að og sérstaklega hefur konan gaman að því. Það kemur því sterklega til greina að ég reyni að mennta mig meira í því svo ég fari að geta eitthvað enda er aðstaða til golfiðkunar í Mosfellsbæ geysilega góð með tvo golfvelli við bæjardyrnar.“ Þó Magnús hætti nú störfum segir hann vel koma til greina að taka að sér teikniverkefni fyrir bændur ef eftirspurn væri eftir því, þá gjarnan í samstarfi við Byggingaþjónustuna. „Ég gæti vel hugsað mér það. Þessi tími sem ég hef starfað við þetta er búinn að vera afskaplega góður og skemmtilegur.“ /fr Bætiefni efla bústofn Fjölbreytt vöruúrval fyrir allan búfénað Rediar Rautt anolAlhliðasteinn Allium hvítlauksolía Söluráðgjafar Líflands ráða þér heilt við val á bætiefnum. Vöruflóra Líflands inniheldur m.a. júgurbólguforvörn, skitumeðal, orkudrykk, bætiefnafötur, fljótandi selen og vítamín. Hestafata með hvítlauk H fata Lynghálsi, Reykjavík Lónsbakka, Akureyri Efstubraut, Blönduósi Sími 540 1125 Sími 540 1150 Sími 540 1155Sími 540 1100 lifland@lifland.is www.lifland.is Magnús er mikill hestamaður og hefur síðastliðin 17 ár farið í árvissa vikulanga hestaferð með Ferðafélaginu Feita Jarpi.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.