Bændablaðið - 16.04.2014, Síða 34

Bændablaðið - 16.04.2014, Síða 34
4 LbhI blaðið 2014 Nemendagarðar Nemendagarðarnir á Hvanneyri eru sjálfseignarstofnun sem býður upp á húsnæði fyrir nemendur. Í boði eru einstaklingsherbergi, einstaklingsíbúðir og tveggja til fjögurra herbergja íbúðir. Allar upplýsingar um verð og stærð húsnæðis á vegum garðanna á heimasíðunni. http://nemendagardar.lbhi.is/ Skeifudagur Grana Sumardaginn fyrsta verður haldinn hátíðlegur Skeifudagur Grana og fer dagurinn fram á Mið-Fossum í Andakíl sem er hestamiðstöð LbhÍ. Grani er hestamannafélag nemenda við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þennan dag sýna nemendur í hrossarækt afrakstur vetrarstarfs- ins í reiðmennsku og frumtamn- ingum. Reiðkennari nemenda í vetur er Heimir Gunnarsson. Opið hús í Garðyrkjuskólanum Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum – Starfsstöð Landbúnaðarháskóla Íslands - á sumardaginn fyrsta, 24. apríl. Opna húsið hefst kl. 10 og lýkur kl. 18. Garðyrkjuskólinn er á Reykjum – rétt hjá sundlauginni í Hveragerði. Heimsókn að Reykjum er fastur liður í hátíðar- höldum hjá mörgum á sumar- daginn fyrsta. Icelandic Agri - cultural Sciences Icelandic Agricultural Sciences (IAS) er alþjóðlegt vísindarit sem birtir greinar um hagnýt og fræðileg efni í náttúruvís- indum, aðallega tengd norður- slóðum. Ritið er gefið út af átta íslenskum stofnunum sem beint eða óbeint tengjast nýtingu á náttúruauðlindum. Allar greinar sem birtast í ritinu eru ritrýndar af fræðimönnum sem oft eru erlendir. Greinar í IAS koma fram í ýmsum alþjóðlegum vefsetrum og má t.d. finna í Google-Scholar leitarvél. Matsstuðull (e. Impact Factor) í Web of Science er nú 1,750. Ritið kemur út einu sinni á ári. IAS er í prentaðri útgáfu og í opnum rafrænum aðgangi á vefsíðu ritsins www.ias.is. Tveggja ára MS nám í skipulagsfræði! Námsbraut í skipulagsfræði er tveggja ára MS nám með sjálfbæra þróun og sköpun lífvænlegs umhverfis að leiðarljósi. Lögð er áhersla á gagnrýna skipulagshugsun. Skipulagsfræði er sjálfstæð fræðigrein, en henni tengist fjöldi annarra faggreina svo sem lögfræði, félagsfræði, hagfræði, landfræði, nátt- úrufræði, sagnfræði, arkitektúr og verkfræði. Námið er byggt upp af námskeiðum og rannsóknar- verkefni. Námskeiðum lýkur á þriðju önn og þá hefst vinna við rannsóknarverkefnið. Miðað er við að nemendur sem útskrifast af námsbrautinni hafi aflað sér nauðsynlegrar þekkingar til að uppfylla þær menntunarkröfur sem gerðar eru til skipulagsfræðinga af Skipulagsfræðingafélagi Íslands. Mikilvægt er að skipulags- fræðingar á Íslandi hafi aflað sér þekkingar á náttúrufari, veðurfari, samfélagi, hagkerfi, lagaumhverfi, tækni, menn- ingu, fagurfræði, sögu landsins, byggðaþróun og innri gerð byggðar. Meginmarkmið náms- brautarinnar er að útskrifa nemendur sem hafa tileinkað sér sérhæfingu skipulags- fræðingsins í að tvinna saman alla þá ólíku þætti sem koma að skipulagsgerð, hagræna og félagslega, umhverfislega, laga- lega og hagsmunatengda þætti. Nám við Landbúnaðarháskóla Íslands Auðlindadeild / Umhverfisdeild Þriggja ára BS nám á Hvanneyri í Borgarfirði. Rannsóknatengt MS nám á nokkrum sviðum. MS nám í skipulagsfræði í Reykjavík. Búvísindi Haldgóður grunnur í raunvísindum sem byggt er ofan á með sérgreinum landbúnaðarfræða með áherslu á íslenskan landbúnað og sjálfbæra nýtingu landsins Náttúru- og umhverfisfræði Fjórar áherslur: Almenn náttúrufræði, náttúrunýting, þjóðgarðar og verndarsvæði, náttúra og saga. Áhersla er lögð á vistfræðilega nálgun Skógfræði/Landgræðsla Tvær leiðir: Sjálfbær skógrækt og endurheimt vistkerfa. Fléttað er saman náttúruvísindum, tækni og haggreinum auk landupplýsinga - og landslagsfræða Umhverfisskipulag Grunnám í landslagsarkitektúr og skipulagsfræðum. Mótun umhverfis í stórum og smáum skala með áherslu á vistvænar hönnunarlausnir Hestafræði Sameiginleg námsbraut LbhÍ og Hólaskóla – Háskólans á Hólum. Traustur þekkingargrunnur á öllum meginsviðum hestamennsku Skipulagsfræði Námsbraut í skipulagsfræði er tveggja ára MS nám með sjálfbæra þróun og sköpun lífvænlegs umhverfis að leiðarljósi. Lögð er áhersla á gagnrýna skipulagshugsun Starfs- og endurmenntunardeild Bændaskólinn Tveggja ára nám á framhaldsskólastigi. Bændaskólinn er á Hvanneyri. Búfræði Markmið búfræðináms er að auka þekkingu og færni einstaklingsins til að takast á við búrekstur og alhliða landbúnaðarstörf Garðyrkjuskólinn Tveggja ára nám á framhaldsskólastigi auk verknáms. Garðyrkjuskólinn er á Reykjum við Hveragerði. Blómaskreytingar Blómaskreytinganámið veitir nemendum undirstöðuþekkingu í störfum sem lúta að blómaskreytingum og fá þeir innsýn í rekstur blómaverslana Garðyrkjuframleiðsla: Garð- og skógarplöntubraut Nemendur eru búnir undir sérhæfð störf á fagsviði garð- og skógarplöntuframleiðslu. Þeir fá undirstöðuþekkingu í framleiðslu allra helstu tegunda garð- og skógarplantna Garðyrkjuframleiðsla: Ylræktarbraut Nemendur eru búnir undir sérhæfð störf á fagsviði ylræktar og matjurtaræktunar. Ylræktarnám veitir nemendum undirstöðuþekkingu á framleiðslu allra helstu tegunda í gróðurhúsum Námsbraut um lífræna ræktun matjurta Markmið námsbrautar um lífræna ræktun matjurta er að búa nemendur undir sérhæfð störf á fagsviði lífrænnar ræktunar matjurta í gróðurhúsum eða í útiræktun Skógar- og náttúrubraut Námið á brautinni veitir nemendum undirstöðuþekkingu í störfum sem lúta að skógrækt, landgræðslu og öðrum landbótum og umönnun umhverfis Skrúðgarðyrkja Löggilt iðngrein. Sveinspróf að loknu verknámi. Nýframkvæmdir, umhirða og viðhald garða og grænna svæða. Hellulagnir, hleðslur og önnur mannvirki í umhverfinu www.lbhi.is

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.