Bændablaðið - 16.04.2014, Page 38
38 Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Kynbótamat sauðfjár hefur
nú verið uppfært miðað við
niðurstöður skýrsluhaldsins
árið 2013. Í 1. töflu má sjá matið
fyrir þá hrúta sem voru í notkun á
sæðingastöðvunum síðasta vetur.
Við endurútreikninginn núna
voru grunnhópar kynbótamatsins
skilgreindir á sama veg fyrir alla
eiginleika. Þannig þýðir einkunn
100 núna meðalkynbótamat fyrir
gögn síðustu 10 ára eða frá 2004-
2013. Breytingarnar eru óverulegar
fyrir dætraeiginleikana, frjósemi og
mjólkurlagni þar sem grunnhópar
fyrir þá voru áður skilgreindir á
sama hátt. Breytingin er heldur
meiri fyrir kjötgæðaeiginleikana,
gerð og fitu og samanburður á eldra
kynbótamati og því nýja fyrir þá
eiginleika er með öllu ómarktækur.
Mikilvægt er að hafa í huga að
innbyrðis röð gripa breytist ekki
þar sem gripir sem áður voru háir
eru áfram þeir hæstu þó reiknuð
einkunn hafi lækkað.
Kynbótamatið er eitt af öflugustu
verkfærunum sem sauðfjárbóndi
hefur til að stuðla að erfðaframförum
í stofninum hjá sér. Þegar þróunin
í kynbótamati einstakra eiginleika
er skoðað fyrir síðustu 20 ár sést
að gríðarlegur árangur hefur
náðst í bættri gerð gripa. Mikill
árangur hefur náðst síðustu
fimm árin í öllum eiginleikum
sem kynbótamat er reiknað fyrir.
Erfðaframfarirnar eru metnar með
því að reikna meðalkynbótamat
hvers eiginleika hjá öllum hrútum
sem fæddir eru viðkomandi ár með
þeim skilyrðum að hrútarnir eigi
lágmarksupplýsingar um bæði
sláturlömb og dætur. Á 1. mynd
má sjá árangurinn.
Umræða um vægi eiginleika í
kynbótamati á sér reglulega stað.
Nýverið var vægi gerðar og fitu
breytt í einkunn fyrir kjötgæði
þannig að eiginleikarnir hafa núna
jafnt vægi. Almennt hafa viðbrögð
við þessari breytingu verið jákvæð
en jafnframt hafa komið nokkrar
fyrirspurnir varðandi vægi einstakra
ára í einkunn fyrir frjósemi. Fagráð
í sauðfjárrækt ályktaði árið 2010
að breyta væginu á þann veg að
aukin áhersla skyldi lögð á frjósemi
tveggja vetra áa. Margir bændur hafa
gagnrýnt þessa ákvörðun en þá þarf
að hafa í huga að kynbótamarkmið
þurfa að vera skýr og vera þau
sömu í ákveðinn árafjölda svo þau
skili tilsettum árangri í stað þess að
breyta þeim reglulega.
Fyrr í vetur gerði greinarhöfundur
úttekt á frjósemi tveggja vetra áa
fæddum árin 2006-2011 á sömu 140
búunum öll árin. Í hverjum árgangi
eru um 10.000 ær á þessum búum.
Meðalfrjósemi þessara áa má sjá
í 2. töflu. Líkt og taflan gefur til
kynna er frjósemi hjá tveggja vetra
ám heldur að aukast og því rétt
að sjá hvort aukin áhersla á þann
eiginleika muni ekki skila enn meiri
ávinningi á allra næstu árum.
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Sauðfjárræktarráðunautur
hjá RML
eyjolfur@rml.isKynbótamat sauðfjár 2014
Hyrndir hrútar: Fita Gerð Kjötgæði Mjólkurlagni Frjósemi Heild
Kvistur 07-866 106
Snær 07-867 108
Kjarkur 08-840 111
Guffi 08-869 109
Þróttur 08-871 105
Tenór 08-873 114
Bósi 08-901 116
Ás 09-877 105
Gaur 09-879 111
Rafall 09-881 107
Guðni 09-902 114
Snævar 10-875 105
Stakkur 10-883 112
Grámann 10-884 109
Hængur 10-903 112
Kári 10-904 113
Myrkvi 10-905 108
Salamon 10-906 110
Váli 10-907 110
Drífandi 11-895 111
Prúður 11-896 109
Garri 11-908 110
Þorsti 11-910 104
Bekri 12-911 111
Bursti 12-912 107
Skratti 12-913 107
Vetur 12-914 104
Saumur 12-915 107
Kollóttir hrútar:
Steri 07-855 109
Sigurfari 09-860 103
Dalur 09-861 109
Höttur 09-887 107
Strengur 09-891 107
Dolli 09-892 120
Baugur 10-889 104
Kroppur 10-890 102
Roði 10-897 107
Fjalli 11-898 103
Rosi 11-899 104
Robbi 11-900 108
Landsýn – Vísindaþing landbúnaðarins 2014:
Ónýtt tækifæri í veiðiferðamennsku hér á landi
Ónýtt tækifæri eru við stangveiðar
hér á landi. Einkum eru þau
tækifæri fólgin í ódýrari veiðum,
silungsveiði í vötnum og stangveiði
í sjó við strendur. Miklu skiptir
þó að viðhalda sjálfbærri nýtingu
fiskistofna, að búsvæðum fisks
verði ekki spillt, hugað verði að
vatnsgæðum og ímynd stangveiði.
Þetta er niðurstaða Guðna
Guðbergssonar sviðsstjóra hjá
Veiðimálastofnun en Guðni hélt
erindi með yfirskriftinni Stangveiði
í ám og vötnum – ferðamennska
með nýtingu hlunninda á Landsýn
– Vísindaþingi landbúnaðarins
2014. Í erindi sínu benti Guðni á að
stangveiði hér á landi sé í samkeppni
við stangveiði í nágrannalöndum
en einnig í samkeppni við annars
konar innlenda afþreyingu.
Veiðiferðamennska er talsvert
sérhæfð og hefur ekki fylgt
almennri ferðamennsku í miklu
mæli hérlendis. Almennt er það
svo að verið er að fara í veiðitúr
en þó eru einnig dæmi um að fólk
sameini ferðalög sín og veiði sem
afþreyingu. Segja má að meiri
gaumur hafi verið gefinn þeim hópi
sem fer sérstaklega í veiðiferðir
enda veiðileyfi í eftirsóttar ár dýr og
oft seld með löngum fyrirvara. Þá er
aðgengi að mörgum vötnum og ám
óskýrt sem veldur því að aðgengi
að ódýrari veiðum er ekki til staðar.
Leigutakar auka verðmæti
Veiðiréttur hér á landi fylgir landi
og verður ekki frá því skilinn.
Skylt er að stofna veiðifélög um
veiðar í ám og vötnum og venjan
er sú að veiðiréttur sem boðinn
út til hæstbjóðanda. Það þýðir að
veiðiréttur verður eins og hver
önnur verslunarvara enda selja svo
þeir sem halda á veiðirétti árinnar
veiðirétt til einstakra veiðimanna.
Leigutakar eru í raun mjög
mikilvægir fyrir landeigendur þar
eð þeir hafa náð meiri verðmætum
út úr ánum, þeir hafa getað verðlagt
veiði hærra en ella.
Veiðimenn halda gjarnan tryggð
við ákveðnar ár, koma þangað aftur
og aftur og verða um sumt talsmenn
veiði auðlindarinnar. Við ár hafa
risið veiðihús og eru þau sérsniðin
þörfum veiðimanna. Þau eru því
sjaldan nýtt til annars og eru nálega
eingöngu í notkun yfir veiðitímann.
Þá er þjónusta og leiðsögn sérsniðin
að þörfum veiðimanna og skila arði
út í samfélagið.
Samkvæmt könnun sem gerð
var árið 2000 töldu um 60.000
manns sig stunda stangveiðar hér
á landi. Meðal veiðidagar voru
8 ár hvert. Samkvæmt umræddri
könnun var talið að á bilinu 3.000
til 5.000 erlendir stangveiðimenn
kæmu til landsins árlega en þær
tölur sveiflast all nokkuð, bæði í
tengslum við efnahagsástand og
veiðivon.
Veiði veitir fjármunum
til dreifbýlis
Rétt um 1.900 lögbýli njóta
veiðihlunninda hér á landi og eru
veiðifélög 106 talsins. Veiðidagar
voru árið 1999 436 þúsund á ári
en ekki liggja fyrir nýrri tölur.
Stangveiði veitir sem sagt fjármunum
frá þéttbýli til dreifbýlis og er á
sumum svæðum mikilvæg undirstaða
byggðar. Samkvæmt úttekt
Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands
frá árinu 2004 var velta greinarinnar
á milli 9 og 10 milljarðar króna og
beinar tekjur samfélagsins á milli 2
og 3 milljarðar. Þá styður stangveiði
við um 1.000 störf á landinu öllu.
Nauðsynlegt að ná til kvenna
Veiði og veiðiferðamennska hefur
ekki skipað stóran sess innan
ferðaþjónustu hér á landi eins
og áður segir. Það eru hins vegar
tækifæri fyrir hendi, einkum í
silungsveiði í ám og vötnum og
ódýrari veiðiskapar.
Að mati Guðna vantar hins vegar
betra skipulag og væri skynsamlegt
að taka upp þá aðferð sem beitt hefur
verið við laxveiði og rakin er hér
að ofan. Þá eru talsverð tækifæri
til markaðssetningar sem byggir
á sérstöðu í heimabyggð, til að
mynda í tengslum við matartengda
ferðamennsku. Hins vegar er ljóst
að stangveiði er í samkeppni við
aðrar tómstundir og kostnaður við
veiðar hefur þar mikið að segja. Þá
er afar mikilvægt að kynna veiðina
sem sport fyrir bæði kynin en ekki
bara fyrir karlmenn. /fr
Samkvæmt könnun sem gerð var árið 2000 töldu um 60.000 manns sig stunda stangveiðar hér á landi.