Bændablaðið - 16.04.2014, Qupperneq 39
39Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014
Matar- og handverksfélag kvenna á Vesturlandi:
Ljómalind kemur
vel undan vetri
Í byrjun árs 2013 kom saman hópur
12 kvenna af Vesturlandi og ákvað
að stofna matar og handverksfélag,
sem síðar hlaut nafnið, Ljómalind.
Markmið hópsins var að halda úti
sveitamarkaði þar sem hægt væri
að koma á framfæri vörum úr
héraðinu. Í samvinnu við Samtök
sveitarfélaga á Vesturlandi,
Kaupfélag Borgfirðinga og
Vaxtarsamning Vesturlands var
mögulegt að opna markaðinn í maí
2013 og er staðsettur á Sólbakka
2, hjá hringtorginu norðan við
Borgarnes.
Opið hefur verið allar helgar
í vetur
Markaðurinn hefur verið opinn
allar helgar í vetur, sem verður
að teljast óvenju metnaðarfullt
hjá sveitamarkaði úti á landi. En
Ljómalind hefur náð að þreyja
þorrann og kemur vel undan vetri.
Sífellt fjölgar vörum úr héraðinu
sem rata inn í frumlegar hillur
Ljómalindar. Hefur markaðurinn
hleypt lífi í hina ýmsu framleiðslu
og með opnun nýrrar matarsmiðju í
Borgarnesi handan við hornið aukast
möguleikarnir enn frekar.
Handverk, hönnun, leikföng,
smyrsl og matvörur
Á markaðnum er kjöt, ís, sultur,
smyrsli, saft, skyr, te og jafnvel
leikföng. Einnig er í boði vandað
handverk, bæði þjóðlegt og nýstárleg
hönnun í bland. Við leggjum mikið
upp úr að vöruúrval sé fjölbreytt
og fylgi hugmyndafræðinni um
vandaða, vel framsetta vöru úr
náttúrulegum efnum, rétt eins
og innréttingarnar í versluninni
endurspegla.
Svo virðist sem vöntun hafi verið
á valkosti sem þessu, því viðtökurnar
hafa farið fram úr björtustu
vonum, bæði hjá ferðamönnum og
heimafólki. Ljómalind nálgast nú
sinn fyrsta afmælisdag og um um leið
og við þökkum fyrir móttökurnar,
bjóðum við alla velkomna að kíkja
á vöruúrvalið eða bara setjast og fá
kaffi í notalegu umhverfi. Það verður
opið alla daga frá 16. apríl og fram
á haust. Virka daga 10.00-18.00 og
laugardag og sunnudag 13.00-18.00.
/Sigrún Elíasdóttir. Húsnæði Ljómalindar í Borgarnesi.
Lynghálsi, Reykjavík Lónsbakka, Akureyri Efstubraut, Blönduósi
Sími 540 1125
Góður heyfengur er gulli betri
Megastretch rúlluplast í hæsta gæðaflokki
Allar nánari upplýsingar um verð er að finna á www.lifland.is
Megastretch rúlluplast Megaplast Power
stæðuplast
Advance
íblöndunarefni
Netex rúllunet
Sími 540 1150 Sími 540 1155Sími 540 1100
lifland@lifland.is www.lifland.is
Rjúpnaveiðar:
Verulega hefur dregið
úr veiðum frá 2000
Mjög hefur dregið úr veiðum
á rjúpu á undanförnum árum
samkvæmt tölum Hagstofu
Íslands. og eru veiðarnar vart
nema um fjórðungur þess sem þær
voru um síðustu aldamót.
Samkvæmt tölum Hagstofu voru
veiddar 192.200 rjúpur árið 2000,
101.548 árið 2001 og 79.584 árið
2002. Þá varð algjört hrun í veiðunum
og árið 2003 var ekkert veitt, en
aðeins voru veiddar 1.065 rjúpur árið
2004 samkvæmt opinberum tölum.
Árið 2005 kom aftur verulegur
kippur í veiðarnar og þþað ár
veiddust 80.432 rjúpur, en veiði datt
svo niður í 52.012 fugla árið eftir. Frá
þeim tíma hefur veiðin verið nokkuð
flöktandi og mest árið 2009, eða
89.735 rjúpur. Síðan hefur veruilega
dregið úr veiðum og á árinu 2012
voru aðeins veiddar 36.286 rjúpur.
Tölur um veiðarnar á síðasta ári
liggja ekki fyrir.