Bændablaðið - 16.04.2014, Qupperneq 52

Bændablaðið - 16.04.2014, Qupperneq 52
52 Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014 Utan úr heimi Víða erlendis eru gríðarlega mikil votlendissvæði sem eru vannýtt til landbúnaðarframleiðslu en flest lönd hafa þó sett strangar takmarkanir við notkun þessara svæða vegna mikilvægi þeirra í nútíma vistkerfi. Vegna þessa hafa verið sett af stað ótal verkefni sem miða að því að nýta núverandi framleiðslugetu svæðanna, án þess að raska þeim og er þar oftast horft til möguleika svæðanna til framleiðslu á hráefnum til lífgas- framleiðslu. Verkefnið GrassBots er eitt þessara verkefna, en tilgangur þess að er að þróa tæki sem geta slegið og hirt uppskeru votlendis með góðum afköstum en um leið án þess að valda skaða á umhverfinu. Léttur sláttuþjarkur á beltum Til þess að ná tilætluðum árangri var nauðsynlegt að þróa tæki sem nota mætti á votlendissvæðinu án þess að marka í það og fyrir valinu varð beltastýrð sláttuvél sem er sjálfkeyrandi, þ.e. mannlaus svo hún sé léttari. Sláttuborðið er ekki nema 2,65 metrar en vélin er svo létt að hægt er að aka henni yfir mjög blaut svæði og slá þau. Það er fyrirtækið Kongskilde sem hefur þróað þennan merkilega sláttuþjark en hann er knúinn 100 hestafla Caterpillar-vél og notast við grunnbúnað frá Lynex en sláttuvélin sjálf er JF CM 2645F tromluvél. Sláttuþjarkurinn er í dag einungis sláttuvél en hugmyndir Kongskilde eru að þróa tækið þannig að það verði búið sláttukóngi og tækið safni uppskerunni jafn óðum upp í vagn. Fullkomin tækni Sláttuþjarkinn er búinn óhemju fullkomnum búnaði sem tvinnar saman upplýsingar sem berast frá þrívíddar-myndavélum, radarmælum, leiserbúnaði og hitamyndavélum. Með þeim gögnum sem frá þessum tækjum berast getur svo höfuðtölva sláttuþjarkans brugðist við breytilegum aðstæðum og skiptir þá engu hvort þjarkinn keyrir fram á veiðimann, girðingarstaur eða stórt spendýr. Notast við gervihnetti Það er ekki eingöngu fullkominn búnaður sem er á sláttuþjarkinum sjálfum. Við stjórnun þjarksins er einnig notast við gervihnattamyndir og sérstakan hugbúnað, sem tengir saman myndir frá Google Earth kerfinu af því svæði sem á að slá og hirða og svo reiknar tölvan út hvaða leið sé heppilegust fyrir þjarkinn að fara um svæðið. Þetta sama kerfi hefur einnig verið í notkun í hefðbundnum landbúnaði með það að markmiði að lágmarka akstursleiðir og hefur kerfið þegar sannað sig með 15% eldsneytissparnaði og 10-15% auknum afköstum. Miklir notkunarmöguleikar Þó svo að verkefnið GrassBots byggi á því að hanna tæki sem getur nýtt vannýtt votlendissvæði þá horfa forsvarsmenn Kongskilde til þess að tækið, og tækni sem þróuð hefur verið í tengslum við þetta verkefni, geti nýst miklu víðar í landbúnaði í framtíðinni. Þar er m.a. horft til bæði brattlendra svæða sem erfitt er að hirða í dag með vélum en einnig hefðbundins heyskapar og annarrar akuryrkju sem með þessu má gera sjálfvirka með öllu. Fyrst er stað er þó horft til hinna vannýttu votlendissvæða en í Danmörku, þar sem Kongskilde er einmitt með þróunarsvið sitt staðsett, er talið að um 210 þúsund hektarar af votlendi séu vannýttir og geti með réttri nýtingu staðið undir mikilli lífgasframleiðslu. Ekki einfalt mál Jafnvel þó svo að tæknin sé orðin slík í dag að það sé í raun hægt að senda sláttuþjarkana af stað út á akrana eru nokkur óleyst mál til staðar og þar á meðal lagaumhverfi margra landa. Fæst landslög gera ráð fyrir því að til sé sjálfvirkur sláttuþjarkur og vakna því upp margar spurningar um skyldur og ábyrgð eigenda, öryggi fólks og dýra o.fl. Þar til lagaumhverfi þjarka verður skýrara þurfa því fyrirtækin sem þróa og selja búnaðinn að setja eigin öryggiskröfur og í þessu verkefni hefur verið sett sú viðmiðunarkrafa að sláttuþjarkinum fylgi amk. einn maður með neyðarstöðvunarhnapp og geti því brugðist við og yfirtekið stjórnina telji hann það nauðsynlegt. Í sumar og næsta haust verður GrassBots- þjarkurinn þróaður enn frekar, en Kongskilde stefnir að því að sýna hann á landbúnaðarsýningunni Agromek 2014 sem haldin verður í nóvember næstkomandi. Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Nautgriparæktarsviði Þekkingarsetri landbúnaðarins Sjálfkeyrandi sláttuþjarkar fyrir votlendi Verkefnið GrassBots er eitt þessara verkefna, en tilgangur þess að er að þróa tæki sem geta slegið og hirt uppskeru votlendis með góðum afköstum en um leið án þess að valda skaða á umhver nu. Sláttuþjarkinn er búnn óhemju fullkomnum búnaði sem tvinnar saman upp- lýsingar sem berast frá þrívíddarmyndavélum, radarmælum, leiserbúnaði og hitamyndavélum. Kongskilde hefur þróað þennan merkilega sláttuþjark, en hann er knúinn 100 hesta a Caterpillar-vél og notast við grunnbúnað frá Lynex. Bandarískir fjárfestar sækjast eftir akurlendi Fjárfestar á Wall Street vilja kaupa 1,6 milljónir ferkílómetra af akurlendi í Bandaríkjunum. Ef fjárfestar eignast helming- inn af ræktunarlandi í Banda- ríkjunum getur það ógnað matvælaöryggi í landinu, segir hugmyndaveitan Oakland Institute í nýbirtri skýrslu sinni, Down on the farm, sem kom út um miðjan febrúar. Í ljós hefur komið að meðal næstu kynslóðar í Bandaríkjunum, sem ætti að taka við jörðum, sem nú losna, hefur áhugi á búskap dvínað. Þar með opnast fjárfestum tækifæri til að eignast 400 milljónir ekra af ræktunarlandi á næstu tveimur áratugum, segir í skýrslu frá fjármálastofnuninni Oakland Institute, en það samsvarar fjórföldu ræktunarlandi í Noregi, að því er fram kom í blaðinu Nationen 1. mars síðastliðinn. Fjárfestingarsjóðir, þar á meðal lífeyrissjóðir og háskólasjóðir, fylgjast grannt með viðskiptum með fasteignir í Bandaríkjunum, segir Lukas Ross, sem starfar við áðurnefnda fjármálastofnun og er höfundur skýrslu þeirrar, sem hér er fjallað um. Ef það tekst að ná eignarhaldi á ræktunarlandinu, getur ný stétt „jarðeignabaróna“ ógnað matvælaöryggi þjóðarinnar, segir hann. Samkvæmt skýrslunni sjá bandarískir fjárfestar mikla framtíð í því að komast yfir ræktunarland þar í landi og viðskipti með það. „Ný stétt jarðeignabaróna getur þá ógnað öryggi í matvælaöflun almennings,“ segir Lukas Ross. Annar meinbugur, að áliti Oakland Institute, er sá að bændur sem vilja stunda búskap verða undir í samkeppninni, þar sem efnaðir fjárfestar þrýsta upp verð bújarðanna. Áætlað er að bandarískir fjárfestar hafi undir höndum allt að 1,8 milljarða dala til þessara fjárfestinga og þeir eru nú þegar á höttunum eftir nýjum fjárfestingarkostum. Í skýrslunni er varað við jarðeigendum, sem reka ekki sjálfir búskap á jörðum sínum. Töluverðar líkur eru á því að þeir stundi búskap sem er umhverfisspillandi eða óhollur fyrir heilsu starfsmanna. Anuradka Mittel, forstöðu- maður Oakland Institute, telur skýrsluna sýna þá þróun að eigendur jarða, sem stunda ekki búskap sjálfir, ráði „rekstrarfélög“ til að annast dagleg störf á búinu. Þau hafi hins vegar aðra forgangsröðun á því hvað beri að rækta til að ná hámarkshagnaði. Það er því miður ekki endilega rekstur sem miðast við heildarhagsmuni, þ.e. baráttu gegn veðurfarsbreytingum, vaxandi hungri í heiminum og stöðugleika í heimsviðskiptum, segir Mittel í viðtali við vefritið The International News Magazine. Þýtt og endursagt /ME DOWN ON THE FARM WALL STREET: AMERICA’S NEW FARMER Vélmenni leysa mannshöndina af hólmi Finnar telja að á næstu 20 árum muni vélmenni (róbótar) yfirtaka þriðja hvert starf í Finnlandi. Það er niðurstaða könnunar Rannsóknastofnunar atvinnuveganna þar í landi. Störf, sem ritarar, bankamenn og skrifstofufólk annast nú, eru meðal þeirra starfa sem einkum eru til skoðunar í þeim efnum. Bjartsýni ríkir um að bærilega muni ganga að finna umræddu fólki ný störf, en að tímabundið muni þó koma til aukins atvinnuleysis í landinu. Í Bandaríkjunum er áætlað að vélmenni muni yfirtaka um helming starfa þar í landi á næstu tveimur til þremur áratugum. Ræktunarland í Svíþjóð dregst saman Um 18% af ræktunarlandi í Svíþjóð er horfið á einum áratug, samkvæmt fréttatilkynningu frá Svenska Jordbruksverket. Umrætt land er nú annaðhvort sjálfgróið eða hefur verið tekið undir aðra notkun. Hér er um að ræða sjötta hluta alls ræktunarlands í landinu. Jordbruksverket hefur boðað að stærð akra og túna verði aftur mæld eftir tvö ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.