Bændablaðið - 16.04.2014, Page 53

Bændablaðið - 16.04.2014, Page 53
53Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014 Bændablaðið Kemur næst úr 8. maí Lesendabás Líftími og þróun fyrirtækja Líftíma fyrirtækja er oft skipt upp í fjóra hluta: Upphaf, þar sem fyrirtækið slítur barnsskónum, Uppbyggingu, þar sem fyrirtækið byggist upp og stækkar, Stöðnun, þar sem fyrirtækin hætta að þróast, og loks síðast Hnignun, þar sem fyrirtækin ná ekki að viðhalda stærð sinni eða stöðu og deyja. Ástæðan fyrir þessu mynstri eru fyrst og fremst mannlegar; fólkið sem stýrir fyrirtækjunum missir smám saman getuna og viljann til að stækka og takast á við breytingar. Sömuleiðis geta tæknibreytingar og breytingar á markaði neytt fyrirtækin til að þróast í allt aðra átt en þau voru stofnuð til, eins og þegar stígvélaframleiðandinn Nokia fór að framleiða farsíma. Tæknibreytingar geta líka gert fyrirtæki óþörf, eins og gjaldþrot Kodak árið 2012 sannar. Fyrirtæki sem lifa og ná að dafna reyna að halda sér á stigi tvö, það er að vera í uppbyggingu. Þau eru með skýr markmið um að stækka út frá sýn stjórnenda á umhverfið og vinna stöðugt að því markmiði að ná betri árangri og stækka reksturinn til að gera hann hagkvæmari. Uppkaup fyrirtækja sem eru í samkeppni og/ eða tengdri starfsemi er liður í þessu. Þarf alltaf að vera að stækka? Svo að við sökkvum okkur enn dýpra í stjórnunarfræðin, er eitthvað að því að fara úr uppbyggingu og yfir í stöðnun? Þarf alltaf að vera stækka? Nei, einmitt ekki, en stjórnendur fyrirtækja verða að vera meðvitaðir um að þegar fyrirtæki vaxa ekki heldur standa í stað eru þau í raun að minnka. Skýringin er sú að ef verðmæti framleiðslu viðkomandi fyrirtækis, í þessu tilfelli bóndans, vex ekki á hverju ári meira en mældur hagvöxtur er búið að dragast saman. Til að gera tölurnar samanburðarhæfar þarf að draga frá verðbólgu fyrir seinna árið. En einfaldari leið er auðvitað að bera saman framleitt magn á milli ára. Til lengri tíma þurfa bú að vaxa hraðar, hvort sem er í magni afurða eða tekna, en langtímahagvöxtur, eða um 3% á ári. Ef fyrirtæki framleiðir svipuð mikil verðmæti á hverju ári þá verður sífellt erfiðara að hagræða í rekstri til að bæta afkomuna. Tæknibreytingar gera það að verkum að framleiðni fyrirtækja eykst undantekningarlaust og þurfa fyrirtæki að skila hluta af ávinningnum í formi launahækkana, og eða lækkunar á afurðaverði sökum samkeppni. Allt hagkerfið er á sama tíma að finna leiðir til að auka hagkvæmi og kröfur á starfsemi fyrirtækja aukast einnig. Fyrir rúmum 20 árum var meðalkúabúið með rétt yfir 100 þúsund lítra framleiðslu, í dag er meðalframleiðslan um eða yfir 200 þúsund. Á sama tíma hefur launavísitala hækkað um 400%. Í dag telst 100 þúsund lítra bú vera lítið bú sem gæti lent í sívaxandi erfiðleikum með að standa undir rekstrarkostnaði. Allur kostnaður hefur hækkað meðal annars vegna launahækkana og hækkunar á aðföngum. Þau bú sem gætu gert þetta væru þau bú sem notað hafa síðustu ár til að greiða upp sínar skuldir, en þar sem stækkunin er engin er fjárfestingarþörfin að sama skapi lítill. Þessar stækkanir síðustu áratugi hafa ekki verið mögulegar nema að tækniframframfara. En mikilvægt er að hafa skýra framtíðarsýn um búreksturinn og áætlanir um reksturinn til að geta stækkað búin á sem hagkvæmasta hátt. Það kostar vissulega peninga, en með góðum rekstraráætlunum er hægt að taka betri ákvarðanir og þá kemur peningurinn hratt til baka. Markmiðasetning Það á ekki að vera markmið í sjálfu sér að vera með sífellt stærra bú. Hitt er að til lengri tíma verða búin að stækka til að geta greitt mannsæmandi laun. Helsta markmið rekstrar á alltaf að vera hámarka hagnað til lengri eða skemmri tíma. Til skemmri tíma miðað við þær aðstæður sem eru núna, til lengri tíma þarf fjárfestingu. Stórfyrirtæki hérlendis sem og erlendis kalla reglulega til sérfræðinga inn í fyrirtækin sín til að hjálpa eigendum, stjórnendum og starfsmönnum að móta stefnu fyrirtækisins til næstu 3-5 ára og búa til sýn fyrir framtíðina. Hvert fyrirtækið á að stækka, hvernig það á að þjóna viðskiptavinum sínum og annað í þeim dúr. Þessi vinna kostar peninga en hún skilar sér í því að það er komin skýr markmið fyrir fyrirtækið. Þá er allt verklag fyrirtækisins í samræmi við markmiðin, markaðssetningin og um leið ímynd félagsins. Gott dæmi um þetta eru símafélögin sem keppast við að vera allt frá því að vera íhaldssöm eins og Síminn, í að vera markaðssett fyrir unga fólkið eins og Tal og Nova. Markaðssetningin eins og við sjáum hana er afsprengi vinnu innan fyrirtækjanna sem byggist á mati stjórnanda og aðstoðarfólks þeirra á því hvernig best sé að ná árangri. Fyrir lítil fyrirtæki, eins og búrekstur er, þarf þessi vinna líka að eiga sér stað. Kannski ekki með því að kalla til ráðgjafateymi heldur bara setjast niður við eldhúsborðið og velta fyrir sér hvernig búið á að vera eftir 10 ár, og hvað þurfi að gera til að ná því markmiði. Bara þetta eitt skiptir máli, því ef til er sýn á hvernig reksturinn á að vera eftir 5 ár og eftir 10 ár, þá er kominn framtíðarsýn sem hægt er að vinna eftir. Síðan þarf að brjóta niður stóra markmiðið í mörg lítil til að geta unnið í átt að stóra markmiðinu. Markmið hvers og eins eru mismunandi eftir aðstæðum á búi, hæfni og þekkingu viðkomandi bónda, aldri bónda og áhuga. Þessi markmið þurfa að vera í stöðugri endurskoðun eftir því sem tímanum líður. Umhverfið er sífellt að breytast og því borgar sig að vera sífellt að endurmeta markmið sín, hvort þau séu arðbær eða ekki. Sumir eru búnir að stækka mikið við sig og þá er eðlilegt að menn hugi að því að nýta fjárfestingar sínar betur með því að setja sér það markmið að ná meiri tekjum út úr fjárfestingunum til að greiða niður skuldir. Arðsemi í rekstri í landbúnaði er afar lág og því er besta fjárfestingin fólgin í því að greiða niður skuldir. Meira um það síðar. Aðrir hafa áhuga á að fara í stækkun, eða jafnvel búa til aðra tekjustofna fyrir búið. Aðalatriðið í öllum þessum vangaveltum er að bændur sé búnir að ákveða með fyrirvara hvaða stefnu þeir ætla að taka og nýti þá hæfileika sem þeir hafa til að hámarka afrakstur búa sinna. Til að geta það þurfa bændur að átta sig á öllum kostnaðarliðum búsins til að hægt sé að meta mögulegan ávinning. Og við það að skoða reksturinn niður í kjölinn átta menn sig á kostnaðarliðum í rekstrinum. Meira um það í næsta blaði. Greinina ásamt öðru efni má lesa á burekstur.blog.is Jón Þór Helgason Ljósbrún froðumyndun í bensínvélum Nú eru páskarnir fram undan og eflaust ætla einhverjir að reyna að fara í skemmtiferð á fjórhjóli eða sleða. Þá er ráð að huga að því hvort smurolían sé í lagi á vélinni. Eflaust kannast einhverjir við að hafa verið að mæla smurolíu á vél og ljósbrún drullufroða var á olíukvarðanum og jafnvel enn meira í olíutappanum þar sem smurolíunni er bætt á vélina. Þetta á sér í flestum tilfellum eðlilegar skýringar og kemur til út af því að vélin fær sjaldan að fullhitna. Vélin er líklegast keyrð stutta vegalengd í kulda og raka (innan við 6-10 km). Til að forðast þetta er ráð að keyra af og til lengur, a.m.k. í 30 mínútur eða 15 km, eða skipta oftar um smurolíu. Smáar vélar viðkvæmari fyrir svona froðumyndun Í mestri hættu eru vélar í fjórhjólum, eins strokks mótorhjólum og litlum bensínbílum eins og VW, BMW, Skoda, Opel og fleirum. Ástæðan er nánast undantekningalaust að vélin er keyrð stutt og nær ekki fullum hita. Þegar drepið er á vélinni úti í kuldanum byrjar vélin að draga í sig raka úr andrúmsloftinu og svitnar að innan. Þetta endurtekur sig aftur og aftur og með tímanum verður smurolían á litinn ekki ósvipað og kaffi með mjólk út í. Það er ástæðulaust að halda það versta þegar maður sér smurolíuna svona á litinn því að í flestum nútímaolíum eru bætiefni sem verja slitfleti frá þessari froðu og þess vegna safnast hún oftast efst í ventlalokinu. Það eina sem virkilega þarf að passa er að öndunin á vélinni stíflist ekki. Hvaðan kemur vatnið (froðan)? Við bruna í bensínvél fer einn lítri af vatni í gegnum vélina á hvern lítra af bensíni sem brennt er. Þetta vatn er rakt loft og fer mestur hlutinn út úr vélinni með afgasinu. Nokkur hluti vatnsgufunnar þrengir sér niður í sveifarhús vegna óþéttleika stimpilhringja. Sveifarhúsöndunin á svo að sjá til þess að vatnsgufa og brunagas leiðist frá sveifarhúsinu. Ef vélin fær ekki að fullhitna nær bara gufan upp í ventlalok og verður af þessari ljósbrúnu froðu. Sé olía mæld strax eftir akstur af og til getur maður fylgst með lit olíunnar og þegar smurolíuliturinn er að víkja fyrir mjólkurkaffislitnum er tímabært annaðhvort að keyra í 30 til 60 mínútur eða skipta um olíu. Við þennan pistil var fengin aðstoð hjá Herberti Herbertssyni, olíusérfræðingi hjá N1. Förum varlega og gleðilega páska. liklegur@internet.is Hjörtur L. JónssonÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI H 2 hö nn un e hf . Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is Eigum á lager drifsköft og íhluti fyrir vinnuvélar AGRICULTURE

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.