Bændablaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 58
58 Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Nautaveisla og seðjandi súkkulaðimús Það væri fyrirsjáanlegt að vera með uppskrift að páskalambi á þessum árstíma. Við ætlum hins vegar að bregða út af vananum að þessu sinni og kynna til leiks safaríkar nautasteikur ásamt seðjandi súkkulaðimús. Við innkaup á nautakjöti er ágætt að miða skammt á mann við 175 -200 g af beinlausu kjöti og 225- 350 g fyrir kjöt á beini. Leita skal að fallegu kjöti með innfitu. Góð meyrnun gefur betra bragð. Kjötið skal vera dökkrautt á lit með hvítri fitu. Grilluð T- Bone steik með béarnaise-smjöri Fyrir fjóra: › 4 stk. T-Bone steikur › 4 msk. ólífuolía › 2 stk. hvítlauksrif › ½ búnt steinselja › 2 msk. ólífuolía › 3 msk. smjör › 8 msk. hvítvínsedik › safi úr ½ sítrónu › 3 stk. litlir skalotlaukar › ½ búnt estragon › svartur pipar › Maldon sjávarsalt Skerið litla rauf þvert í gegnum fituna sem er umhverfis steikina á 3 cm bili allan hringinn. Penslið steikina með ólífuolíu og nuddið saltinu inn í raufarnar. Blandið smjörið með lauk og kryddi, mótið í smjörpappír og setjið í frystinn. Þá er béarnaise- bragðið komið án vesens sem sumir eru hræddir við. Annar möguleiki er líka að rúlla upp afgöngum af ekta béarnaise og geyma í frystinum, klárt ofan á næstu steik. Kryddið steikina fyrir eldun með sjávarsalti og svörtum pipar. Grillið á hvorri hlið í um 3-4 mín eða eftir smekk. Skerið smá bita af smjörinu og látið leka yfir heita steikina. Berið fram með bakaðri kartöflu og salati. Innbakað naut › 1.200 g smjördeig › 600 g nautahryggvöðvi › salt og pipar Fylling: › 1 pakki Parma-skinka › 240 g sveppir › 2 msk. sinnep › 2 msk. kóríander › 6 msk. muldir villisveppir Hryggvöðvinn er úrbeinaður og snyrtur. Vöðvinn er skorinn í 400 g bita og lokað á grilli eða pönnu, kryddað með örlitlu salti og pipar. Smjördeigið flatt út í jafnmargar kökur og kjötbitarnir eru. Setjið fyrst Parma-skinku og sveppi undir kjötið, sem er svo sett á smjördeigið. Síðan fyllingu ofan á. Lokið kökunni og penslið samskeytin með sundurslegnu eggi eða vefjið í smurðan álpappír og setjið á grillið. Bakið í 225°c heitum ofni í 10-20 mín. eða grillið. Þessi tími og hiti miðast við að allt sé vel kalt þegar það fer inn í ofninn, annars er tíminn skemmri eða um 5-10 mín. Hitinn fer eftir gæðum ofnsins eða grillsins. Berið fram með bakaðri kartöflu og sósu að eigin vali. Eftirhitinn er töluverður, svo það skal taka kjötið út í 50°c og láta hvíla fyrir skurð. Nauta ribeye með pönnusósu › 4 sneiðar nautahryggvöðvi (2 cm þykkar) › 2 msk. þurrkaður grænn pipar › 25 g smjör Sósa › 3 msk. koníak › 1 dl vatn › 1 tsk. kjötkraftur › 2 dl rjómi › 1 dós sýrður rjómi (36%) › salt Þerrið kjötsneiðarnar og veltið upp úr muldum pipar (má nota 1½ msk. ferskan (saxaðan) í staðinn fyrir 2 msk. þurrkaðan), látið bíða í 1 klst. Steikið kjötsneiðarnar í smjöri á vel heitri pönnu í 3-4 mín. hvora hlið. Stráið örlitlu salti yfir. Hellið koníaki yfir og takið síðan kjötið af pönnunni. Bætið vatni, kjötkrafti, rjóma og sýrðum rjóma út í. Látið krauma við vægan hita í 5-10 mín. eða þar til sósan hefur þykknað. Kryddið til. Borið fram með léttsteiktu grænmeti og bökuðum eða soðnum kartöflum. Súkkulaðimús Dökk súkkulaðimús › 250 g mjólk › 330 g dökkt súkkulaði › ½ l rjómi › 2½ blað matarlím Setjið matarlím í kalt vatn (10mín). Sjóðið mjólk og setjið matarlímið út í. Blöndunni hellt yfir súkkulaðið í smá skömmtum. Hrærið vel á milli (mikilvægt að ná kremáferð á blönduna áður en öll mjólkin fer út í). Blandan á að vera 40-45 °C þegar léttþeyttur rjóminn fer út í í smá skömmtum með sleif. Ef súkkulaðiblandan er of köld þá er bara að hita hana í örbylgjuofni eða kæla hana ef hún er of heit. Hvít súkkulaðimús › 140 ml mjólk › 1 vanillustöng, tahiti › 4 g matarlím, 2-3 blöð › 175 g hvítt súkkulaði › 190 g rjómi, léttþeyttur Látið matarlímið í kalt vatn. Skafið vanilluna og látið í pott ásamt mjólkinni. Hitið mjólkina að suðumarki og látið standa í 20 mín. Hitið mjólkina aftur upp og látið gelatínið leysast upp í henni. Hellið yfir fínt hakkað súkkulaðið í tveimur skömmtum og hrærið út með sleikju. Þegar blandan skín og súkkulaðið er brætt hellist blandan yfir léttþeyttan rjómann í mjórri bunu. Hrærið létt í með sleikju á meðan hellt er. Setjið í glös og skreytið með berjum að eigin vali. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Pétur Þröstur Baldursson og Anna Birna Þorsteinsdóttir keyptu jörðina Þórukot í Víðidal 1. janúar 1997 af föður Péturs, Baldri Skarphéðinssyni. Við höfum fækkað fénu og seldum sauðfjárkvótann og aukið við mjólkurframleiðsluna og fjölgað kúnum. Býli: Þórukot. Staðsett í sveit: Víðidal í Húnaþingi vestra. Ábúendur: Pétur Þröstur Baldursson og Anna Birna Þorsteinsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við hjónin, dóttir og tveir synir. Rakel Sunna 19 ára sem er í Fjölbrautaskólanum á Selfossi, Róbert Máni 15 ára og Friðbert Dagur 13 ára ásamt hundinum Óliver og þremur fjósköttum. Stærð jarðar? Jörðin er um 300 ha. Tegund býlis? Mjólkurframleiðsla auk smá sparifjár og hrossa. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 25 mjólkurkýr, 25-30 kvígur og kálfar, 60 kindur og 20 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Ýtt er á klukkuna um 7 leytið, drengirnir eru þá vaktir fyrir skólann og kemur skólabíll rétt fyrir 8. Húsbóndinn fer þá í fjósið að mjólka og sinnir gegningum auk annara verka á býlinu og/eða verktakavinnu fyrir aðra bændur í sveitinni (á sumrin, áburðardreifing og rúllun) fram að fjósmjöltum um kvöldið. Húsfrúin fer í sína vinnu að Sveitasetrinu Gauksmýri um klukkan 9.00 en reynir að taka eins mikinn þátt í bústörfum eins og hún getur. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll störfin eru skemmtileg að vissu marki, þau geta líka verið leiðinleg ef hlutirnir ganga ekki upp. Að búa í sveit er lífsstíll og að vissu leyti aðlagar maður sig að rútínu og gerir það skemmtilegt. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Við þurfum að stækka mjólkurframleiðsluna til að geta framleitt meira og að aðbúnaðurinn sé sem bestur. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Allt er breytingum háð. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Hann mun blómstra áfram um ókomna framtíð. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með því að viðhalda hreinleika íslensku búfjárafurðanna munum við verða sterkari á þessum vettvangi. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ísköld mjólk beint úr mjólkurtanknum fyrir drengina út á morgunkornið ásamt Létt og laggott meðólífu og rjómi frá MS. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjötið klikkar ekki, annars er það kjúllinn hjá konunni það besta (öðru nafni skíthoppari hjá valinkunnum nágrönnum okkar í sveitinni). Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við skiptum alfarið yfir í rúlluheytæknina á þriðja ári okkar við búskapinn og endurnýjuðum neysluvatnið 2007, fórum þá í vatnsveitu frá næsta bæ við okkur og bæði menn og skepnur stórgræddu á því. Þórukot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.