Skírnir - 01.04.1992, Page 12
Frá ritstjórum
SkÁLD SKÍRNIS er að þessu sinni Hannes Pétursson og eru tvö ljóð eftir
hann frumbirt í þessu hefti. Myndlistarmaður Skírnis er Louisa Matt-
híasdóttir; mynd hennar, Fólk í landslagi, er á kápu ritsins, og Aðalsteinn
Ingólfsson ritar pistil um listamanninn og verkið. Louisa býr og starfar í
Bandaríkjunum og annar listfengur Vesturfari kemur einnig við sögu í
heftinu, því birt eru áður óprentuð bréf Stephans G. Stephanssonar til
Jóns Kjærnested. Kirsten Wolf, prófessor í íslensku við Manitobahá-
skóla, bjó bréfin til prentunar. Ekki er eingöngu haldið til Vesturheims,
því svo skemmtilega vill til að Skírnir minnist nú Steblin-Kamenskijs,
sem var einn helsti útvörður íslenskrar menningar í austri. Helgi
Haraldsson ritar um hann stutta grein og þýðir smásögu hans, „Dreka“.
Tengsl íslands og hins rússneska menningarheims eru einnig til um-
fjöllunar í grein Áslaugar Agnarsdóttur um þýðingar Ingibjargar Har-
aldsdóttur á skáldsögum Fjodors Dostojevskíjs.
Ritstjórar hafa stefnt að því að auka umfjöllun um íslenska menn-
ingararfleifð aðra en bókmenningu. Ritgerð Elsu E. Guðjónsson um
textílfornminjar er mikilvægt framlag í þá veru. Elsa fjallar um fágæti úr
fylgsnum jarðar, en Sigurður Steinþórsson gefur yfirlit um samtíma-
viðbrögð við þeim mikla mekki sem gaus úr iðrum íslenskrar foldar árið
1783 og teygði sig suður á meginland Evrópu. Um þær mundir voru
íslenskir menntamenn raunar að veita birtu upplýsingarinnar frá megin-
landinu inn í íslenskt samfélag, eins og Guðmundur Hálfdanarson rekur
í grein um rannsóknir á upplýsingarhræringum. Leiðin frá upplýsingu til
rómantíkur er stundum rakin frá Eggerti Ólafssyni til Jónasar Hall-
grímssonar, en tengsl þeirra eru í brennidepli í ritgerð Dagnýjar Kristj-
ánsdóttur um „Hulduljóð“ Jónasar. „Hulduljóð" eru birt í heild á eftir
ritgerðinni (bls. 130-132) og er ritstjórum Ritverka Jónasar Hallgríms-
sonar (1989) þakkað leyfi til að birta texta þeirrar útgáfu.
I ritgerðum Jóns Sigurðssonar og Gudrunar Lange glíma höfundar
við grundvallarspurningar um merkingarheim íslenskra fornsagna og
tengsl hans við klassíska menningarstrauma.
Enn er þá ógetið Skírnismála um íslenska stjórnarhætti að fornu og
nýju, um hlutverk sagnfræðinnar og um meðferð grískra orða í íslensku,
sem og greinar um nýjar skáldsögur Guðbergs Bergssonar og Steinars
Sigurjónssonar, og loks tveggja stuttra bókafregna.