Skírnir - 01.04.1992, Side 13
RITGERÐIR
ELSA E. GUÐJÓNSSON
Fágæti úr fylgsnum jarðar
Fornleifar íþágu textíl- og búningarannsókna
Inngangur
í ÞjÓÐMINJASAFNI ÍSLANDS og víðar í söfnum, bæði innanlands
og utan, er talsvert af íslenskum textílum frá fyrri öldum.1 Af
vefnaði frá miðöldum er helst um að ræða jarðfundnar klæðaleif-
ar með einföldum vefnaðargerðum, þ. e. einskeftu- og vaðmáls-
vend. Þó eru örfá dæmi um útvefnað þar sem eru spjaldofin bönd
og borðar, að hluta til fundin í heiðnum kumlum en að hluta til
varðveitt sem skraut á altarisklæði frá síðmiðöldum.2 Þá má nefna
ullartvist sem notaður var sem grunnefni útsaumaðra kirkju- og
híbýlaklæða frá miðöldum og fram á 19. öld.3 Eitt dæmi er um
röggvarvefnað á vaðmálsgrunni4 og annað um nálbragð,5 bæði
talin vera frá fyrstu öldum byggðar í landinu; til eru nokkrar leif-
ar af ullarflóka frá ýmsum tímum,6 og allt frá 16. öld ýmiss konar
prjónles,7 meðal annars jarðfundnar leifar af tvenns konar út-
prjóni frá 17. öld. Frá 18., 19. og fram á 20. öld, gefur einnig að
líta nokkrar gerðir útvefnaðar, einkum á ábreiðum og sessum,
auk flosvefnaðar, fótvefnaðar og spjaldvefnaðar.8 Enn má nefna
knipl og skinnsaum úr íslenskum togþræði frá 18. og 19. öld.9
Margs konar áhöld voru notuð við þessa textíliðju, svo sem
kambar, halasnældur, vefstaðir, nálar, prjónar, floslárar, vef-
spjöld, rokkar, vefstólar og knipliskrín.
í því sem hér fer á eftir er ætlunin að segja frá um það bil
tveimur tugum merkra fornleifafunda - þar af einum átta frá upp-
greftinum í Stóruborg á árunum 1978-1990 - sem allir eiga það
Af tæknilegura ástæðum eru tilvitnanir og athugasemdir með þessari ritgerð birtar
sem aftanmálsgreinar.
Skírnir, 166. ár (vor 1992)