Skírnir - 01.04.1992, Page 14
8
ELSA E. GUÐJÓNSSON
SKÍRNIR
sammerkt að tengjast með einhverjum hætti tóskap, prjóni, vefn-
aði og klæðaburði, auk þess sem þeir eru flestir einstakir í sinni
röð meðal fornleifafunda á Islandi. Svo sem sjá má af tilvitnuðum
ritum hefur víða verið leitað heimilda og samanburðarefnis við
könnun þessara gripa, og er þó margt sem þá varðar órannsakað
enn.
Prjónles
Elstu ritheimildir um prjón á Islandi eru skjöl um greiðslur á
landskuldum í prjónasaumi á árunum 1582 til 1583 í bréfabók
Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups, og biblía sú sem við hann
er kennd, prentuð 1584, en í henni er kyrtill Krists sagður prjón-
aður en ekki ofinn eins og verið hafði í þýðingu Odds Gott-
skálkssonar á Nýja testamentinu sem prentað var 1540.10 A síðari
hluta miðalda hafði prjón breiðst út frá Miðjarðarhafslöndunum
norður um Evrópu.11 Á Bretlandseyjum var farið að prjóna þegar
á 15. öld,12 og að því er virðist einnig á meginlandi Norður-Evr-
ópu, að minnsta kosti á Niðurlöndum og í Þýskalandi.13 Mun
prjónalistin hafi borist hingað
til lands með kaupmönnum frá
einhverju þessara þriggja
landa.14
Svo virðist sem prjón hafi
fljótt náð mikilli útbreiðslu á
Islandi. Kann ástæðan fyrir því
að vera sú að með þessum hætti
var miklum mun auðveldara og
fljótlegra fyrir landsmenn að
framleiða ullarvarning, hvort
heldur til sölu eða eigin nota,
heldur en í vefstaðnum, kljá-
steinavefstaðnum, seinvirkum
og erfiðum, en hann var þá enn
í notkun eins og síðar verður
. , .. _ „ að vikið. Margs konar flíkur
1. mynd. Belgvettlmgur. Frá Stóru- .. . . .
borg. Þjms. 1981:587. VOru Unnar tl] notkunar heima
Ljósmynd: Gísii Gestsson. fyrir, en sokkar, vettlingar og