Skírnir - 01.04.1992, Síða 16
10
ELSA E. GUÐJÓNSSON
SKÍRNIR
(spunnu að sér) og z-tvinnuðu (tvinnuðu frá sér). Er prjónið
heldur stórgert: 3 lykkjur á cm á hæðina, en 4-5 á breiddina.17
Þegar grafið var eftir fornleifum að Bergþórshvoli 1927 höfðu
fundist talsverðar leifar af vefnaði og sléttprjónuðu prjónlesi,
meðal annars nokkuð heillegur belgvettlingur með einum þumli
og sokkbolur sem álitnir voru frá um 1600 eða öndverðri 17. öld
(2. mynd).18 Hvor tveggja, vettlingurinn og sokkbolurinn, er úr
mórauðu bandi, s-spunnu og z-tvinnuðu; er lykkjufjöldi á vettl-
ingnum um 3,5 á cm á hæðina og á sokkbolnum 4,5, en eins á
breiddina á báðum, 2,5 lykkjur.19
Athyglisvert er hve vettlingurinn frá Bergþórshvoli er ólíkur
Stóruborgarvettlingnum bæði hvað varðar lögun þumalsins og
úrtökur. Þess má geta að við fornleifarannsóknir í Kaupmanna-
höfn hafa að sögn fundist ellefu belgvettlingar, allir nema einn
tvíþumla, sem þar eru taldir vera íslensk útflutningsvara frá 17.
öld.20 Þeir munu allir vera með sléttu prjóni, en eftir myndum af
nokkrum þeirra að dæma virðast einnig þeir vera innbyrðis með
mismunandi lögun og úrtökum og ekki beint líkir vettlingunum
frá Stóruborg og Bergþórshvoli að heldur. Væri fróðlegt ef gerð
væri nákvæm úttekt á íslensku vettlingaprjóni, svo mikið sem
prjónað hefur verið af vettlingum hér á landi allt fram á þennan
dag, ekki hvað síst til útflutn-
ings á 17., 18. og 19. öld.21
Á Stóruborg komu einnig
úr jörðu, þegar 1979, barna-
sokkur og háleistur,22 báðir
sléttprjónaðir (3. mynd). Eru
þeir taldir vera frá um 1650-
1750, líklega frekar eftir
1700.23 Barnasokkurinn er úr
dökkmórauðu, s-spunnu og z-
tvinnuðu ullarbandi, en
lykkjufjöldinn er um 4 á cm á
hæðina og 2,75 á breiddina.24
Háleisturinn, eða hálfsokkur-
inn, er úr dökkmórauðu tog-
miklu, s-spunnu, z-tvinnuðu
3. mynd. Barnasokkur og háleistur.
Frá Stóruborg. Þjms. Stb. 1979:322 og
323. Ljósmynd: Gísli Gestsson.