Skírnir - 01.04.1992, Page 17
SKÍRNIR
FÁGÆTIÚR FYLGSNUM JARÐAR
11
og er lykkjufjöldinn á honum um 3,5-4 á cm á hæðina og 3 á
breiddina.25 Sokkarnir frá Stóruborg eru þeir einu sem varðveist
hafa hér á landi eldri en frá seinni hluta 19. aldar, en við fornleifa-
rannsóknir í Kaupmannahöfn hafa fundist heilsokkar, hæðar-
sokkar, fullorðinna sem taldir eru íslensk útflutningsvara frá
seinni hluta 17. aldar.26 Athyglisvert er að hælarnir á sokkunum
frá Stóruborg eru prjónaðir með öðrum hætti en sést á þeim ís-
lensku sokkum frá seinni hluta 19. aldar sem varðveist hafa í
Þjóðminjasafni Islands. Prjón á hælum virðist raunar hafa verið
með ýmsu móti, einnig erlendis, en ekki hafa því rannsóknarefni
enn verið gerð viðhlítandi skil.27
Bandprjónar
Til þess að prjóna þarf bandprjóna, prjónaprjóna. í elstu íslensku
ritheimildinni sem þá varðar, Skarðsárannáli 1615, er þess getið
að vettlingaprjónn hafi valdið dauða manns.28 Prjónum er lýst í
heimild frá 18. öld, orðabókar-
handriti Jóns Olafssonar frá
Grunnavík. Segir hann að þeir
séu úr járni, mjóir og sívalir,
hnúðlausir og um það bil
spannar langir; ennfremur að
þeim sé skipt í tvo flokka eftir
gildleika, smábandsprjóna og
duggarabandsprjóna.29 Um varð-
veitta prjóna eldri en frá seinni
hluta 19. aldar var ekki að ræða
hér á landi fyrr en 1979 er þrír
slíkir, tímasettir til um 1700,30
komu upp úr uppgreftinum að Stóruborg (4. mynd).31 Eru tveir
þeirra úr járni, heilir, og einn, úr kopar, brotinn; þvermál þeirra
er 2,5-3 mm og lengd heilu prjónanna um 20 cm.32 Þeir eru af
svipaðri lengd en grófari en þeir bandprjónar frá 19. öld sem
þekktir voru fyrir, en þeir mældust 0,75-2 mm í þvermál og 19,5-
22,5 cm að lengd.33 Kemur lengdin á prjónunum öllum heim við
lýsinguna í orðabókarhandritinu, en miðað við gildleika má gera
4. mynd. Bandprjónar frá Stóruborg.
Þjms. Stb.1979:308, 370 og 235.
Ljósmynd: Gubmundnr Ólafsson.