Skírnir - 01.04.1992, Page 19
SKÍRNIR
FÁGÆTIÚR FYLGSNUM JARÐAR
13
6. mynd. Mislitt útprjón (tvíbanda prjón). Frá Reykholti. Þjms. 1988:R481.
Ljósmynd: Þjóðminjasafn íslands, ívar Brynjólfsson.
upprunalega verið hluti af sokkbol og munstrið legið upp eftir
honum aftanverðum.37 Bandið í pjötlunni er s-spunnið og z-
tvinnað og lykkjufjöldi 6-6,5 á cm á hæðina og 3,5-4 á breidd-
ina.38
Við annan uppgröft, að Reykholti í Borgarfirði 1988, fannst
lítil pjatla af prjónlesi, 4,6x14,8 cm að stærð (6. mynd). Var hún
tímasett eftir fundaraðstæðum til 18. aldar eða jafnvel til þeirrar
17.39 Eftir pjötlunni miðri er tvíbanda bekkur í tveimur litum, nú
ljósleitum og mórauðum, en ofan og neðan við bekkinn leifar af
einlitum, gráleitum grunni með sléttu prjóni. Mórauða og gráleita
bandið er s-spunnið og z-tvinnað, ljósleita bandið z-spunnið ein-
girni, en lykkjufjöldi 3,4 á cm á hæðina og 4 á breiddina.40 Elsta
þekkta ritheimild um mislitt útprjón á Islandi er frá 1695 og varð-
ar kirkjugrip, korpóralshús útprjónað af rauðum og hvítum lit,41
og kunnugt er um fáeinar heimildir um mislitt prjón frá 18. öld
og fyrri hluta þeirrar 19., meðal annars varðandi húfur og
brjóstadúka.42 Hins vegar hefur ekkert tvíbanda prjónles annað
en þessi pjatla varðveist eldra en frá seinni hluta 19. aldar og frá
þeim tíma og fram yfir aldamótin 1900 nær einvörðungu vest-
firskir laufaviðarvettlingar.43 Ekki er vitað úr hvers konar grip
eða flík pjatlan er upprunalega komin, en reitamunstur sömu