Skírnir - 01.04.1992, Page 20
14
ELSA E. GUÐJÓNSSON
SKÍRNIR
7. og 8. mynd. Tveir hrælar, annar úr tré frá Stóruborg, hinn úr hvalbeini, óvíst
hvaðan. Þjms. Stb. 1979:490 og Þjms. 4736.
Ljósmyndir: Guðmundur Ólafsson og Vilhjálmur Öm Vilhjálmsson.
gerðar og er á bekknum má sjá í sjónabókarhandriti frá 17. öld í
eigu Þjóðminjasafns.44
Hræll
Ymsir hlutir sem fornleifafræðingar grafa upp láta lítið yfir sér en
eru þó engu ómerkari en þeir sem á stirnir. Svo er um litla spýtu
frá Stóruborg sem kom í leitirnar 1979 (7. mynd). Er hún 22 cm
að lengd, 1,8 cm á breidd og 1,1 cm á þykkt,45 og oddhvöss til
beggja enda.46 Þetta mun vera hræll, áhald sem notað var við
vefnað í vefstað. Er þetta eini hrællinn úr viði sem vitað er um
með vissu hér á landi. Að vísu fannst að Stóruborg önnur spýta
skyld að lögun, en þó er ekki hægt að fullyrða að um hræl sé að
ræða.47
Frá landnámi á ofanverðri 9. öld og allt fram á seinni hluta 18.
aldar var allur meiriháttar vefnaður á Islandi unninn í vefstað,
kljásteinavefstað sem svo er einnig nefndur í seinni tíð. Auk
mestallrar vefnaðarvöru til notkunar heima fyrir um liðlega níu
alda skeið, voru í vefstaðnum unnar tvær aðalútflutningsvörur
Islendinga á þjóðveldisöld, vaðmál og vararfeldir. Utflutningur á
vararfeldum mun hafa lagst af um eða fyrir 1200, en útflutningur
á vaðmálum hélst í einhverjum mæli fram yfir miðja 19. öld, þó
svo að skreiðarútflutningur yrði miklum mun þýðingarmeiri þeg-
ar á 14. öld og prjónles tæki að leysa vefnaðinn af hólmi sem iðn-
aðarvara til útflutnings í byrjun 17. aldar. Lárétti eða danski vef-
stóllinn sem barst hingað fyrst á öndverðri 18. öld útrýmdi vef-
staðnum nær alveg fyrir miðja 19. öld, og eftir áttunda áratug