Skírnir - 01.04.1992, Page 24
18
ELSA E. GUÐJÓNSSON
SKÍRNIR
11. mynd. Laufaprjónn frá Stóruborg. Þjms. Stb.l980:752
Ljósmynd: Þjóðminjasafn íslands, ívar Brynjólfsson.
framan á,“60 og auk þess úr testamentisbréfi Kristínar, dóttur
Guðbrands biskups Þorlákssonar 1632, en í því voru með kven-
silfri taldir þrír laufaprjónar.61 Laufaprjónar lögðust af er breiðu
faldarnir, spaðafaldarnir sem svo voru einnig nefndir, ruddu sér
til rúms fyrir og um aldamótin 1800.62
Prjónninn, sem því miður var laufalaus þegar hann fannst, er
8,3 cm að lengd og á öðrum enda hans hol kúla, 1,7 cm að þver-
máli,63 með steyptu, gagnskornu verki. Gengur efri endi stungu-
prjónsins gegnum og upp úr kúlunni, er þar flatur og á honum
gat þar sem laufið hefur hangið. Gerð kúlunnar virðist sérstæð,
en um hana eiga fagmenn væntanlega eftir að fjalla. En einstakur
er laufaprjónninn að því leyti að á honum er stunguprjónninn
heill, og er hann sá eini sem þannig hefur varðveist á Islandi það
vitað er. Margir svokallaðir laufaprjónshnappar eru hins vegar til
í Þjóðminjasafninu;64 eru þeir þannig til komnir, að þegar hætt
var að bera laufaprjóna í földum, var klippt af prjónunum og
búið til auga, hnappfót, og þeir síðan notaðir sem svuntuhnapp-
ar.65 Aðeins er kunnugt um tvo laufaprjóna aðra þar sem stungu-
prjónninn er enn heill; er annar í Þjóðminjasafni Dana en hinn í
Mannfræðisafninu í París.66