Skírnir - 01.04.1992, Page 27
SKÍRNIR
FÁGÆTIÚR FYLGSNUM JARÐAR
21
14. mynd. Spjaldofið band á vefnaðarleifum frá Ketilstöðum. Þjms. 12438 a, 1.
Ljósmynd: Þjóðminjasafn íslands, ívar Brynjólfsson.
Bandið frá Reykjaseli (13. mynd),73 nú um 8x2 cm að stærð, er
með mislitum munsturvefnaði; er uppistaðan dökkrauðbrún og
dökkgræn að lit, en ívafið gulbrúnt, og bæði uppistaða og ívaf úr
tvinnuðu bandi, z-spunnu og s-tvinnuðu. Þráðafjöldi er um 10
þræðir á cm í uppistöðu en 9 í ívafi. Er aðeins jaðar öðrum megin
á bandinu, hinn hefur verið skorinn frá.74 Bandið frá Ketilsstöð-
um (14. mynd),75 sem nú er 7,5x1,2 cm að stærð, er einnig með
mislitum munsturvefnaði sem þó er erfitt að greina með berum
augum. Uppistaðan er með þremur litum, dökkbrún við jaðrana
beggja megin, en eftir miðjunni rauðbrún og gulbrún; ívafið er
dökkbrúnt. Bæði uppistaða og ívaf er úr tvinnuðu bandi, z-
spunnu og s-tvinnuðu.76
Tindar úr ullarkömbum
Við fyrstu sýn virðast brot þau sem sjást á 15. mynd eiga harla
lítið skylt við textílrannsóknir. Svo er þó ekki, því að þarna hefur
verið raðað upp tæplega 100 brotum úr járntindum úr ullar-
kömbum (ullkömbum)77 frá 10. öld sem fundust í hálfuppblásnu
konukumli á Daðastöðum í Norður-Þingeyjarsýslu 1956.78 Er
fundur þessi einsdæmi hér á landi, en í Noregi og á Bretlandseyj-
um hafa fundist heillegri ullarkambar í gröfum frá víkingaöld, þó