Skírnir - 01.04.1992, Page 29
SKÍRNIR
FÁGÆTIÚR FYLGSNUM JARÐAR
23
fornbréfum og Búalögum.85 Þekktust er sennilega frásögnin í
Grettis sögu af því þegar Grettir skyldi strjúka eða „hrífa“ bak
Asmundar hærulangs, föður síns, eins og segir í sögunni, en lét
þess í stað „ullkamb" ganga ofan eftir baki hans.86 Er ekki að
undra að karl faðir hans fyrtist við!
Röggvarvefnaður
Þótt ekki séu alltaf sérfræðingar til staðar þegar fornleifar grafast
úr jörðu, hafa ýmsir hlutir skilað sér sem veitt hafa merkar upp-
lýsingar meðal annars um tóskap og vefnað fyrri tíma. Svo var
raunar um vöttinn frá Görðum sem áður er getið, og enn skulu
nefndir til fimm aðrir fundir, meðal annars tveir fundir að Hey-
nesi í Innra-Akraneshreppi, en segja má að annar þeirra hafi mark-
að tímamót varðandi vitneskju um íslenskan vefnað til forna.
Árið 1959, þegar bóndinn í Heynesi var að grafa fyrir grunni
íbúðarhúss er byggja skyldi á þeim stað þar sem bærinn hafði
staðið frá því snemma á 10. öld,
kennilegum vefnaði á tveggja
metra dýpi, að því er virtist í
neðstu gólfskán í bæjarstæðinu.
Var pjatlan send Þjóðminja-
safni Islands til athugunar og
varðveislu.87 Athugaði Kristján
Eldjárn, þáverandi þjóðminja-
vörður, upplýsingarnar um
fundinn og taldi að vefnaður-
inn væri að öllum líkindum frá
fyrstu öldum Islands byggðar,
um 900-1100, þótt ekki yrði
með fullri vissu sagt um aldur
hans.88
I hlut höfundar kom að
rannsaka vefnað þennan 1960-
1961 og skrifa um hann grein-
argerð.89 Pjatlan, sem við fyrstu
sýn er líkust bút af gæru, reynd-
kom hann niður á pjötlu af sér-
16. mynd. Röggvarvefnaður (röggvað
vaðmál). Frá Heynesi. Þjms. 1959:123.
Ljósmynd: Gísli Gestsson.