Skírnir - 01.04.1992, Síða 30
24
ELSA E. GUÐJÓNSSON
SKÍRNIR
ist vera saumuð saman úr tveimur bútum af mórauðu röggvuðu
vaðmáli ásamt mjórri vaðmálsræmu (16. mynd). Var vaðmálið allt
með venjulegri gerð, þeirri sem nú er nefnd fjórskeft, en röggv-
arnar á bútunum tveimur voru toglagðar úr ullarreyfum sem
hnýttir höfðu verið í röðum í uppistöðu vefsins með fremur ó-
reglulegu millibili eftir hver fjögur fyrirdrög ívafsins. Líktist
hnúturinn þó fremur lykkju en hnúti,90 og þótt áður hefðu að
vísu fundist leifar af röggvuðum vefnaði frá víkingaöld á Norður-
löndum og Bretlandseyjum, var ekki vitað um floshnút af sömu
gerð þegar rannsókn Heynespjötlunnar fór fram, auk þess sem
röggvar á þeim voru úr spunnu bandi.91 Síðan hefur komið fram,
í austurhluta Tékkóslóvakíu, í Karpató-Ukraínu, sennilega frá 20.
öld, í Lundi í Svíþjóð frá seinni hluta 11. aldar, og á eyjunni Mön
frá víkingaöld, röggvarvefnaður með svipuðum hnútum, að lík-
indum einungis í sænska bútnum úr óspunnum toglögðum, en
þar hins vegar á þrískeftum vaðmálsgrunni og þeim frá Mön á
einskeftum grunni.92
Lögun röggvarvefnaðarins frá Heynesi segir ekki til um notk-
un hans. Áður er sagt frá tveimur aðalútflutningsvörum íslend-
inga á þjóðveldisöld, vaðmáli og vararfeldum, sem voru um leið
löglegur gjaldmiðill, og þess jafnframt getið að útflutningur var-
arfelda muni hafa lagst af um eða fyrir 1200. Yoru vararfeldir,
sem og aðrir feldir - að skinnfeldum frátöldum93 - ofnar röggvað-
ar skikkjur er karlmenn einir báru.94
I elstu lögbók Islendinga, Grágás, þar sem kveðið er á um
verðlag á varningi, er ákvæði um vararfeldi: „Vararfeldur fyrir tvo
aura, sá er fjögurra þumalálna er langur, en tveggja breiður, þrett-
án röggvar um þveran feld. Nú eru feldir betri, það er virðingar-
fé.“95 Hafa vararfeldir því að líkindum verið um 2x1 m að
stærð.96 Með betri feldum kann að vera átt við hafnarfeldi sem
einnig voru löglegur gjaldmiðill samkvæmt Grágás og kunna að
hafa verið útflutningsvara.97 Röggvarnar á Heynesvefnaðinum
eru þéttari en svo að hann geti verið úr vararfeldum, því að laus-
lega áætlað myndu þá vera um 50 röggvar þvert yfir feld á stærð
við vararfeld. Verður því helst ályktað að hann sýni einhverja þá
gerð röggvarvefnaðar sem til forna var höfð í betri feldi og/eða
hafnarfeldi.