Skírnir - 01.04.1992, Page 31
SKÍRNIR
FÁGÆTIÚR FYLGSNUM JARÐAR
25
Þófahettir, loðnir og snöggir
Röggvarvefnaðurinn frá Heynesi er að vísu einstæður fundur á
Islandi, en þó ekki eina dæmið sem varðveist hefur um röggvaða
textíla. Þegar árið 1894 hafði fundist að Hvammi í Hvammsveit,
stór sauðsvartur loðinn þófahöttur,98 en aldrei bárust nema rytjur
af honum, alls fjórir bútar, til Þjóðminjasafnsins. Hötturinn lá á
um 1,25 m dýpi í gömlu bæjarstæði, og var ályktað að hann væri
ekki yngri en frá 16. öld., en gæti verið miklu eldri. Flókinn í
honum er mjög þykkur, um 0,6-0,8 cm, og þótt yfirborð bútanna
sé afar snjáð, má víða sjá leifar af röggvum mjög líkum útlits
röggvunum á vefnaðinum frá Heynesi, aðeins styttri. Svo er yfir-
borðið þófið að ógerlegt hefur reynst að ákvarða með hvaða
hætti röggvarnar eru festar í flókann.99
Árið 1940 fannst, djúpt í gömlum öskuhaugi á Þingeyrum,
annar sauðsvartur loðinn þófahöttur, og kom hann heill til Þjóð-
minjasafnsins (17. mynd).100 Hötturinn er heldur minni um sig en
hötturinn frá Hvammi virðist hafa verið, um 36 cm á breidd, en
17. mynd. Loðinn þófahöttur (loðhöttur). Frá Þingeyrum. Þjms. 14861.
Ljósmynd: Þjóðminjasafn íslands, ívar Brynjólfsson.