Skírnir - 01.04.1992, Side 32
26
ELSA E. GUÐJÓNSSON
SKÍRNIR
kollhæð um 23 cm;101 þá er ullarflókinn einnig þynnri, 0,4 cm. Á
honum eru ekki röggvar heldur er hann alsettur flosi sem unnið
er með þeim hætti að saumaðar hafa verið þéttar raðir af lykkjum
úr tvinnuðu ullarbandi hring eftir hring í kringum kollinn og
barðið, en klippt eða skorið upp úr lykkjunum eftir á. Engin
samskeyti eru sjáanleg á hettinum og verður því að telja að hann
hafi verið mótaður.102
Ekki er þó öll sagan sögð af jarðfundnum þófahöttum, því að
árið 1982 voru tveir snöggir hettir dregnir upp úr þunnu sorplagi
framan við 'bæjarrúst að Söndum undir Vestur-Eyjafjöllum.103
Voru þeir með svipuðu lagi og af líkri stærð og hötturinn frá
Þingeyrum, 35,5 og 30,5 cm á breidd og kollhæð 23,8 og 21,3 cm,
og taldir „sennilega ekki yngri en frá 16. öld“.104
I íslenskum miðaldaritum er getið um þófahetti og þófahatta,
en einnig finnst þar mannsnafnið Loðhöttur og viðurnefnið ull-
höttur.105 Verður að telja sennilegt að hettir eins og þeir sem að
framan er lýst, loðnir sem snöggir, hafi tíðkast hér á landi bæði
fyrr og síðar á miðöldum. Ekki hafa þeir þó verið séríslenskt
fyrirbrigði; má sem dæmi
nefna að hettir eða hattar mjög
áþekkir að lögun voru notaðir í
Evrópu á 14. öld, og loðhettir,
shaggy hats, hafa fundist á Ir-
landi og eru þar taldir vera frá
miðöldum, þ. e. frá um 1200-
1600.106
18. mynd. Barnavettlingur úr vaðmáli.
Frá Heynesi, Þjms. 1960:77.
Ljósmynd: Gísli Gestsson.
Barnavettlingar úr vaðmáli
Árið 1960, þegar bóndinn í
Heynesi var enn að vinna í hús-
grunninum þar, fann hann mó-
rauða barnavettlinga,107 saum-
aða úr vaðmáli, nálægt þeim
stað sem röggvarvefnaðurinn
fannst sumarið áður, en ívið
dýpra í jörðu (18. mynd).108 Er