Skírnir - 01.04.1992, Page 34
28
ELSA E. GUÐJÓNSSON
SKÍRNIR
en þær aðferðir. Við hekl og prjón myndar þráðurinn lykkjur,
sem hægt er að draga úr, svo að allt verkið rakni upp. En í vattar-
saumi gengur þráðurinn í gegnum lykkjur sem fyrir eru, og verð-
ur hann því ekki rakinn upp á svo einfaldan hátt. Vinna verður
með nálþræði af takmarkaðri lengd í einu og bæta við nýjum
þræði, þegar hann er á enda.“113
Vötturinn frá Arnheiðarstöðum er ennþá eini hluturinn sem
fundist hefur með þessari gerð frá fyrri tíð hér á landi. Bandvettir
hafa þó sennilega tíðkast samhliða vaðmálsvöttum áður en
prjónalistin barst hingað undir lok miðalda, en lagst af eftir það. I
Svíþjóð, Noregi og Finnlandi munu þeir hins vegar hafa verið
notaðir áfram, samhliða prjónuðum vettlingum, ef til vill sökum
þess hve endingargóðir þeir þóttu við ýmsa vinnu, einkum skóg-
arhögg. Um miðja 20. öld var talið að vitneskja um þessa vinnu-
aðferð væri Islendingum gleymd með öllu. Kristjáni Eldjárn tókst
þó að hafa upp á fullorðinni konu norðanlands sem lært hafði
vattarsaum í æsku, raunar nákvæmlega sama afbrigði hans og
greint hefur verið á vettinum. Var saumurinn þar notaður við
gerð mjólkursía úr kýrhalahári, svonefndra síla.114
Lokaorð
Undangengin misseri virðast þær skoðanir hafa komið fram að
fornleifagröft eigi ekki að stunda á Islandi - nema þá helst í við-
lögum - heldur skuli minjar skráðar, en fornleifar látnar hvíla í
friði í moldinni um einhverja ótiltekna framtíð. Réttmæti slíkrar
stefnu er höfundi fyrirmunað að skilja. Framantalin dæmi, ekki
síst þau er tengjast Stóruborg, sýna skýrt hversu mikið gildi forn-
leifafundir geta haft fyrir menningarsögulegar rannsóknir, með
því að veita vitneskju um lifnaðarhætti og verkmenningu forfeðr-
anna sem vart yrði fengin með öðrum hætti.
Lokið ífebrúar 1992