Skírnir - 01.04.1992, Síða 47
STEPHAN G. STEPHANSSON
Bréf til Jóns Kjærnested
Kirsten Wolfbjó tilprentunar
Bréf og ritgerðir vesturíslenska skáldsins Stephans G. Stephans-
sonar (1853-1927) voru prentuð í fjórum bindum af Hinu ís-
lenzka þjóðvinafélagi á árunum 1938-1948 í útgáfu Þorkels
Jóhannessonar, en í samvinnu við Rögnvald Pétursson, þann
mann er Stephan G. Stephansson arfleiddi að öllum sínum ritum
eftir sinn dag. Eru bréfin í fyrstu þremur bindunum; ritgerðirnar
og nokkur bréf Stephans til Baldurs Sveinssonar eru í fjórða
bindinu.1 Alls eru rúm sjö hundruð bréf í þessu safni af ritum
Stephans í óbundnu máli. Viðtakendur eru 41 talsins, þar á meðal
fjöldi skálda og rithöfunda.2
I hóp viðtakenda má bæta Jóni Kjærnested. Jón var fæddur í
Meirihlíð í Bolungarvík í Isafjarðarsýslu 20. maí 1861, sonur
Friðfinns Jónssonar Kjærnested snikkara úr Eyjafirði og Rann-
veigar Magnúsdóttur.3 Þau hjón eignuðust 12 börn og var Jón hið
þriðja í röðinni. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og naut svo
mikillar skólamenntunar, að hann varð barnakennari. Kenndi
hann á ýmsum stöðum á Vesturlandi, uns hann flutti vestur um
1 Stephan G. Stephansson, Bréf og ritgerðir, I Bréffrá árunum 1889-1913; II Bréf
frá árunum 1893-1921; III Bréf frá árunum 1908-1927; IV Umbleypingar,
Reykjavík: Gutenberg, 1938-1948. Ágrip af sjálfsævisögu Stephans er prentað í
fjórða bindinu, bls. 79-98. Um Stephan og kvæði hans, sjá líka formála Sigurðar
Nordals í Stephan G. Stephansson: Andvökur, Reykjavík: Mál og menning
1939, bls. 9-110.
2 Til dæmis Guttormur J. Guttormsson, Jakobína Johnson, Jóhann Magnús
Bjarnason, Jóhannes Páll Pálsson, Sigfús Blöndal, og Þorsteinn Erlingsson.
3 „Islenzk skáld í Vesturheimi - myndir, æfisögur og skáldskapar sýnishorn,"
Heimskringla 22. desember 1904, bls. 5.
Skírnir, 166. ár (vor 1992)