Skírnir - 01.04.1992, Síða 48
42
STEPHAN G. STEPHANSSON
SKÍRNIR
haf árið 1889 og settist að í Winnipeg.4 í Kanada stundaði Jón
nám við Manitoba College og víðar og lagði fyrir sig kennslu
fyrst í stað bæði í Nýja íslandi og við Tindastól í Alberta. Árið
1892 kvæntist hann Svöfu Strong, dóttur Jóns Jónssonar frá
Strönd við Mývatn í Þingeyjarsýslu og Helgu Davíðsdóttur, sem
höfðu flutt vestur árið 1874. (Jón Jónsson var í Kanada oft nefnd-
ur Jón frá Strönd, og varð það til þess að hann kaus sér ættar-
nafnið Strong.) Áttu Jón og Svafa fyrst heima í Winnipeg, en
fluttu síðan vestur í íslensku byggðina í Alberta, sem er nefnd
Markerville. Jón var kennari þar, að Tindastóli, eitt eða tvö ár.
Árið 1901 fóru þau aftur austur til Manitoba og námu land í
grennd við Winnipeg Beach. Þau bjuggu þar ein þrjú ár og settust
svo að inni í bænum. Jón gegndi þar ýmsum opinberum störfum
og tók virkan þátt í mörgum málum byggðarlags síns. Hann var
meðal annars skrifari skólahéraðsins í 40 ár og friðdómari og
lögreglustjóri í 21 ár. Jón og Svafa eignuðust fimm börn: Láru og
Flora, sem dóu á barnsaldri, og Helgu, Einar, og Franklin. Svafa
andaðist 22. maí 1930; Jón sjálfur lést 2. maí 1941.5 Mörg kvæði
Jóns birtust í vesturíslenskum blöðum og tímaritum, einkum í
Lögbergi, Heimskringlu, Svövu, og Baldursbrá.
Sumarið 1990 voru bækur og handrit Jóns afhent íslensku
deildinni í bókasafninu við Manitoba-háskóla. Sigrid Johnson,
bókavörður íslenska safnsins, benti mér á bréf Stephans G. Step-
hanssonar til Jóns, sem varðveitt voru meðal handritanna. Bréfin
eru níu talsins og eru frá árunum 1900-1908.6 Hverju bréfi fylgja
hér athugasemdir mínar og skýringar. Stafsetning bréfanna hefur
ekki verið samræmd eða löguð að núverandi reglum en augljós
pennaglöp hafa verið leiðrétt.
Kirsten Wolf
4 Júníus H. Kristinsson, Vesturfaraskrá 1870-1914. A Record of Emigrants from
Iceland to America 1870-1914. Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla íslands,
1983, bls. 359.
5 Lögberg 22. maí 1941, bls. 2. Thelmu Wilson, dóttur Helgu Kjærnested og
barnabarni Jóns, þakka ég fyrir þessar upplýsingar.
6 Sigrid Johnson, Kristrun Turner og Árnýju Hjaltadóttur þakka ég fyrir aðstoð
við frágang bréfanna.