Skírnir - 01.04.1992, Síða 49
SKÍRNIR
BRÉF TIL JÓNS KJÆRNESTED
43
Tindastóll, Alta, 25. maí 1900
Jón minn góður.
Með síðasta pósti fékk ég línu frá þér, ætlaði að svara með
pósti í dag, komst svo ekki til þess, en hef svo þessar línur til fyrir
ferð ef hún fellur. Almennar fréttir, kúavíg og málatilbúnað skrifa
ég ekki um; þú færð það alt frá öðrum, ef að vanda lætur. Ollum
líður vel, nema þeim sem þurfa að vera keyrandi úti; það ganga
votviðri öðru hvoru og vegir eru illfærir. Sunnudagaskólinn
dauður. Söfnuðurinn ætlar að ganga í kyrkjufélagið, drífa upp
$150,00, og biðja það svo um einhvern prest, sem vill láta falt þess
virði af guðsorði. Pétur „Gillis“ búinn að taka land og er að
byggja á því.
„Isafold“ hef ég nú fengið. Einar hrósar okkur Vestmönnum
fyrir bókmentaviðleitni. Auðvitað, prestarnir eru snjallastir. Ein-
kenni okkar hinna er: virkileiki - realismus -, viljakraftur, of-
stækis-skoðanir, viljum klappa öllu sem við unnum og snopp-
unga alt sem okkur er illa við í einu smákvæði. Höfum hæfileika,
erum illa mentaðir, skilningslitlir og form okkar þunglamalegt,
með skínandi sprettum. Þetta skemmir íþróttina í bráða hönd, en
verður kostur með framtíðinni. Afsökunin er sú: við erum að
riðja rúm nýjum bókmentum, og það er ekki áhlaupaverk. Sumu
af þessu hnuplar hann nú frá mér, úr kvæði til Matthíasar og
grein minni um Manga Bjarnason. Fremstur í þessum flokk af
nýgræðingum er nú trúi ég ég! Engum dylst að ég sé virkilegt
skáld, ef þeir sjá „A ferð og flugi.“ Eg er með frumlegustu
íslenzkum skáldum, náttúrulýsingar margar góðar, ég er hlýlegur
til Islands, alt vindhögg sem ég segi um kyrkju, presta og kristin-
dóm, en þau eru grimmileg. Eg hef þá alla á móti mér, Goethe,
Renan, Tolstoj og Napóleon!? Bókina eiga samt Islendingar að
kaupa, „það er svo mikið gull innan um sorann." Svona er merg-
urinn, held ég.
Jæja, Jón minn, nú á „Svava“ að fara að rísa upp; Gísli hefur
skrifað mér.
Ekki sendi ég þér neinar bendingar á það sem við vórum
stundum að minnast á, í þetta sinn! Eg veit ekki hvert þú hefur
nokkurn hentugleik til þess lengur. En þú getur skrifað mér um
það. „Svava“ væri þá einmitt staðurinn til þess. „Freyja" er búin