Skírnir - 01.04.1992, Blaðsíða 51
SKÍRNIR
BRÉF TIL JÓNS KJÆRNESTED
45
„Kringlu,“ að þú brázt þér til Nýja-íslands og bjóst ég við þú
mundir, ef til vill, tefja þar nokkuð; en nú ertu annaðhvort
kvaddur þar eða seztur, svo óhætt er að yrða á þig til Winnipeg.
Já, það er bezt ég minnist ögn á kvæðin þín, áður ég fer lengra
á blaðinu. Hvað sem við segjum, þykir okkur flestum betur ef
eitthvað ó-ónotalegt er sagt um krakkana okkar; nema það er
ekki búist við því af „þurpumpum,“ eins og mér. Skáldin sum
fara lengra en það jafnvel, þau „standa á nálum“ yfir hvernig
kvæðin sín býti á mennina. Það er líka von, og það er líka rétt, og
þó brosi ég að því, en ekki í háðs-skini. Jæja, Jón minn! Kvæðið
til mín, má ég ekki lofa né lasta. Ef ég lofa, verður sagt: „af því
hann hældi honum!“ Ef ég lasta: „honum finst sér ekki hælt
nóg!“ Svo ég bara hnegi mig og þakka alúðlega.
„Sveitasæla" finst mér bezta kvæðið þitt í „Jólablaðinu" af
hinum. Það er gott kvæði, og rennur liðugt líka. Ein vísa er of lík
Eggert Ólafssyni; ekki að þú hafir stælt hann; nei, nei, en ósjálf-
rátt verður þú búmannlegur snöggvast, eins og Milton, þegar
hann er að kveða um matreyzluna hjá Evu, sem bjó í Paradís.
Svona, sérðu, er ég óþarfa-hótfindinn, enda segir Sira Berg-
mann „ég hafi alt á hornum mér.“ Það getur nú verið, en ekki
vildi ég gera skáldskap að moldflagi. Svo var „Aldamóta-kvæðið"
þitt í „Kringlu" gott, hugsun mikil, og rím liðugt, nærri alstaðar;
ég veit það er ekki eftir-rit af neinum, og þó svipar því til
Matthíasar að hugsun. Eg heimta að Guði, nýja jörð og nýjan
himin; að skáldunum, nýjar hugsanir og nýtt form, en það fæst
hjá hvorigum, nema í smá-snökkum, og svo þakka ég þó einlæg-
lega fyrir það, og brosi að okkur öllum.
Ekki veit ég hvernig „Jólablaðið“ hefir þóknast fólki alment.
Engan hef ég heyrt kvarta, <en ég hef heyrt> tvo skynsömustu
mennina hér hæla sumu í „Sögu“ Snælands, eins og hún á skilið.
Sumar mynda-lýsingar hans af skáldunum, eru sem sé, ljómandi
góðar; kannské ið lang bezta í blaðinu, út af fyrir sig.
Það er satt, ritdómur sira Bergmanns, er furðu vingjarnlegur;
tekið dýpra í árinni á bæði borð, en gizka mætti á, af meðferðinni
á öðrum, t.d. Guðmundi Friðjónssyni. Og þó er undirniðri gerð
tilraun til að draga skugga yfir skaplyndi mitt og skoðanir, og svo