Skírnir - 01.04.1992, Síða 52
46
STEPHAN G. STEPHANSSON
SKÍRNIR
langt farið að gripið er til sannana í tómri vitleysu. T.d. ég skal
eiga það við óvilhalla skynsemi, hvort draga megi út úr hending-
unum: Liósþrengslum geðfeldra myrkrið er mér ef myrkrið er
einungis rúmt. það „að mér sé illa við mennina sem sitji í ljós-
inu.“ Slíkt er bull, um hvern sem væri, klaufaleg hártogun. Hend-
ingarnar þýða blátt fram, það sem sagt er: að mér sé geðfeldara
(hjarta-rúmið, hugsana-) rúmið þó í myrkri sitji (þetta sem menn
kalla andlegt frjálsræði) heldur en ljósið í þrengslum (hjartans og
hugans); vellíðanin „ytra“ sé mér minna virði en sú sem er
„innra.“ Þetta er alt og sumt, eins og hver maður sér, sem satt vill
segja, og ekki kemur með hníf til að brýna. Það sem að dómi sira
Bergmanns er, er ekki að mér sé ekki nóg hælt, né illa sé að mér
farið; heldur hitt, skynsemin er veil, og það er verið að „lauma
spilum undir borðið.“ Svona er nú það.
Sira Rúnki var hér lengi. Vel fór á með okkur, en ekki eigum
við andlega samsuðu, enn sem komið er; ég meina ekki í trúar-
brögðum, þess er ekki að vænta; en það er eitthvað í framkomu
hans allri, sem mér finst veilt og óbeint. Söfnuðurinn hefur
stækkað, Jóhann hamast í því, en segist þó bezt trúa Svedenborg.
áður sagðist hann vera Methodisti: en þessi söfnuður hér er tómt
nafn, tóm láta-læti; safnaðar-undirskrift „gerð fyrir konuna," og
sakrament tekin „fyrir prestinn.“ Þú mátt geta nærri, að ég sjái
ekki mikinn gróða, af þessum andlegu lausakaupum þeirra við
Guð sinn og allar skoðanir.
Nú er fólk að flytja inn á milli okkar, mest Bandaríkjamenn.
Sigurður Eldon „keyptur út“ af einum; annar tók næsta land við
mig, og keypti upp alt járnbrautaland suður af mér í viðbót, um
200 ekrur.
Ég ætlaði að skrifa nokkru lengra, en verð að hætta, annars
missi ég af hentugri ferð.
Ég bý á mínu eigin landi, „út við Fell“ og hef ósköp að gera.
Okkur líður vel öllum, og biðjum að heilsa, litlu krakkar, litlu
Helgu sérstaklega með þökk fyrir hátíða-óskirnar.
Gleðilegt ár til þín og þinna.
Vinsamlegast, Stephan G. Stephansson.