Skírnir - 01.04.1992, Síða 53
SKÍRNIR
BRÉF TIL JÓNS KJÆRNESTED
47
Athugasemdir og skýringar: Bréfið hefur utanáskriftina: Jón Kérnesteð,
Esq., 569 Alexander Ave., Winnipeg, Man. ég sá af „Kringlu,“ að þú
brázt þér til Nýja-Islands] „Herra Jón Kjærnested frá Tindastóll í
Alberta kom til Winnipeg á íslendingadaginn, eftir rúma eins árs dvöl í
nýlendu íslendinga í Red Deer. Mr. Kjærnested hefir fjölskyldu sína enn
þá þar vestra. Ekki kveðst hann enn þá ráðinn í því hve lengi hann dvelji
hér í bænum, og mjög ber hann Albertingum vel söguna, segir þeim líði
vel og eigi góða framtíð fyrir höndum þar vestra," Heimskringla 9. ágúst
1900, bls. 4. Kvæðið til mín] „Jólakveðja til Stephans G. Stephanssonar"
eftir Jón Kjærnested í Heimskringlu 24. desember 1900, bls. 6. „Sveita-
sæla“] Heimskringh 24. desember 1900, bls. 6. (Hin kvæðin eftir Jón
Kjærnested eru „Jólakveðja til Stephans G. Stephanssonar," „Smástirni,"
og „Undir snjónum.“) Milton\ John Milton, Paradise Lost, sbr.
Complete Poems and Major Prose, ed. Merritt Y. Hughes, Indianapolis:
Bobbs-Merrill, 1957, V:331-349. Sira Bergmann] Friðrik Jónsson
Bergmann (1858-1918), kennari í íslenskum fræðum við Wesley College
í Winnipeg 1902-1909 og prestur Tjaldbúðarsafnaðar 1909-1918;
ritstjóri Aldamóta 1891-1903 og Breiðabliks 1906-1914. „Aldamóta-
kvisðið“\ „Til Baldwins L. Baldwinssonar. Á gamlárskvöld 1900,“ eftir
Jón Kjærnested í Heimskringlu 10. janúar 1901, bls. 1. til Matthíasar\
Matthíasar Jochumssonar. í„Sögu“ Snælands\ „Jólaförin, árið 2000“ eftir
Snæ Snæland í Heimskringlu 24. desember 1900, bls. 2. (Kristján Ásgeir
Benediktsson notaði þetta dulnefni um tíma.) ritdómur sira Bergmanns\
Hér er átt við ritdóm Friðriks J. Bergmanns um A ferð og flugi í
Aldamót 10 (1900), bls. 151-157. Sira Rúnkí\ Runólfur Þorbergsson
Fjeldsted (1879-1921)? litlu Helgu\ dóttur Jóns Kjærnested.
Tindastóll, Alta, 26. febr. 1901.
Jón minn góður.
Bara örfá orð. Eg fékk frá þér bréf frá Wpg. og svaraði því all-
löngu bréfi, en endasleppara en ég ætlaði þó. Ég sendi það til
Wpg. með fyrri utanáskrift þinni, og vona það hafi verið framsent
til Husawick af konu þinni eða einhverjum. Svo fékk ég, þar á
eftir, ina nýju utanáskrift og kveðju þína. Þökk.
Hvað er að frétta? Hvernig líður Möggu okkar rit-Freyju, og
Fúsa vorum Selkirking? Er „Svava" og Thompson að leggjast
alveg í kör? Ég hefði einhverntíma sent þeim línu, hefði ég
nokkurn tíma til nokkurs, nema að moka og sofa. Þekkir þú
nokkuð Stebba Guttormsson, gáfaðan pilt, sem nú gengur í skóla