Skírnir - 01.04.1992, Síða 55
SKÍRNIR
BRÉF TIL JÓNS KJÆRNESTED
49
sonar er betur kveðið, orðhepnara, listfengara, en minna af heitu
skálda-blóði í því. „Matti gamli“ gutlar tvisvar á einu árar-togi,
og lætur svo vaða. Verri finst mér „Bjarki“ síðan Þorst. Gíslason
tók við honum einn, og ritar hann þó gáfulega; en grein hans um
þjóðerni, er að mínu viti villukenning; en góður er Steini og
skynsamur, í Kirkju-málum. Afbragð var líka ferðakvæði Þorst.
Erlings. í Bjarka, tóm lipurð og unaður.
Jæja Jón minn, mér þótti vænt um bréfið þitt af því ég sá af
því, að þér leið vel; þú varst svo rakkur í anda og víkings-bragur á
þér. Fyrir nokkru sendi ég þér nýja mynd af mér, í sparifötunum.
Fekstu hana, og þektirðu skuggann? Ég hafði þá engan tíma til að
senda þér línu með.
Hefur J. M. Bjarnason verið veikur, og er hann kominn til
heilsu?
Það er víst mis-sögn, sem þú gazt um, að ritdómur sé í
„Eimreiðinni" um kverið mitt „óvinsæla.“ Að minsta kosti hefur
það farið fram hjá mér, og les ég þó „Eimreiðina“ alla, að ég held.
Getur þú komist fyrir það, hjá þeim sem þykjast hafa séð þenna
„dóm,“ og látið mig vita í hverju „númeri“ hann sé þá að finna?
Enginn friður lengur! Ég verð að reka „amen“ í bréfið.
Meðan ís í útlegð fer,
En auðir rísa hjallar;
Sólskins-vísur syngji þér
Sumar-dísir allar.
Vinsamlegast, Stephan G. Stephansson.
Athugasemdir og skýringar: Bréfið hefur utanáskriftina: Jón Kérnested,
Esq., Husawick P.O., Manitoba. í „Sunnanfara“\ mánaðarblaði, 1-13,
Kaupmannahöfn og Reykjavík 1891-1914. „Matti gamli“\ Matthías
Jochumsson. „Bjarki“\ ritstjórar Þorsteinn Erlingsson og Þorsteinn
Gíslason, 1-9, Seyðisfjörður og Reykjavík 1896-1904. ferðakvæði Þorst.
Erlings. í Bjarka\ kvæðið var líka prentað í Svövu 4 (1899-1900), bls.
565-567./. M. Bjarnason\ Jóhann Magnús Bjarnason.