Skírnir - 01.04.1992, Page 56
50
STEPHAN G. STEPHANSSON
SKÍRNIR
Tindastóll, Alta, 3. nóv. 1901.
Jón minn góður.
Ég er kominn í skömm við þig fyrir bréfskulda-svik, en bæði
hefi ég átt annríkt útvortis og innvortis, og svo vissi ég að þú
varst í Winnipeg, en ekki heimili þitt þar. Þú gerðir hálfgert ráð
fyrir að skrifa mér þaðan, þó ekki hafi af því orðið. Ég sendi þér
samt þetta haustskip til Húsavíkur.
Sveitin hérna er áþekk því sem var; bygðin eykst, búin stækka,
þarfirnar fólksins fjölga svo peningar nema reyndar hvergi staðar.
Sumarið regnsælt fram eftir öllu; heyannir stuttar en tíð ágæt.
Haustið gott og hríðalaust, en óþerrið um tíma; þessa dagana er
alt að gadda, ár og jörð; en snjólaust enn. Ég er við sama; læri
ekkert nýtt, fremur en Borbóna-ættin, en sjálfsagt gleymi sumu
sem ég hefi lært, fremur en hún.
„Macbeth hef’ ég lesið og þar er historían um hnífinn" kvað
Gröndal. „Dagskrá“ hefi ég lesið, og hefi ekki um neitt að kvarta;
hún heldur fram flestu því sem mér er ant um. En hún er ekki
eins andrík eins og hún er berorð. Jæja, ef hún lifir og lánast, er
það því að þakka, að hér hafa alt af verið til ísbrjótar, löngu fyrir
framan hana, sem höfðu hroðið henni vakir.
Heyrðu lagsmaður, hvernig væri fyrir þig að ganga í
„Dagskrár“-flokk, með það andlega bús-ílag sem þú átt yfir að
ráða, það er að segja, sértu lausaliði óhandgenginn öðrum
blöðum, en ætlir þér samt upp. Sem sé, Dagskrá á framtíð (það er
að segja stefnur hennar) sé ritstjórinn nógu traustur. Þar er
tækifæri fyrir höfundar-efni, að vaxa upp með henni og „slá sér
föstum.“
„Brunnið er Bergmálið“
„Burtu Svafa“
..Kirkingur fallinn“
..Frevja er ein“
„Krept út við gaflað og glottir um tönn.“
„I fúkyrða-sókninni særður og krotaður“
„Sigtryggur oltinn af Lögbergi. rotaður ..."
Nú kemst ég ekki lengra. Botnaðu nú fyrir mig, Kérnesteð.