Skírnir - 01.04.1992, Blaðsíða 58
52
STEPHAN G. STEPHANSSON
SKÍRNIR
Harpa sezt þá sjálf í tún .
Senn, með þresti’ og blómin;
Þá er bezt að hætta - Hún
Hefir mestann róminn.
Vinsamlegast, Stephan G. Stephansson.
Athugasemdir og skýringar: Bréfið hefur utanáskriftina: Jón Kérnested,
Esq., Husawick, Man. Bergmálið] ritstjóri Grímur M. Thompson, 1-3,
Gimli, Manitoba, 1897-1901. „Kirkingur“] hér er kannski átt við
Kirkjublaðið, 1-7, Reykjavík 1891-1897. Sigtryggur] Sigtryggur Jónas-
son. Sig. Cristopherson\ Sigurjón Kristófersson (d. 1920). Hnausa-] þorp
við Winnipegvatn, milli Gimli og Riverton (Islendingafljóts). Kristinn]
Kristinn Kristinsson, mágur Stephans. Yngsta táta mín] Rósa Stephans-
son. með Jóh. Björnssyni] Jóhann Björnsson (1856-1942), um hríð póst-
afgreiðslumaður við Tindastól. frœndka Hólmfríðar gömlu] Hólmfríður
var nágrannakona Stephans, sbr. Bréf og ritgerðir I, bls. 14. Gamli
Húnford] Jónas Jónsson Húnford (1856-1942), nágranni Stephans.
Tindastóll, Alta, febrúar 4ða, 1902.
Jón minn góður.
Alúðar þökk fyrir bréfið, alla vinsemd þína við mig og skemt-
un. Ég ætla þá ekki að láta það dragast lengur, að senda þér línu,
en fátækleg verður hún af fréttum eða fjörkippum. Ég er alveg
óumbreytanlegur, ekki eins og sá sem „er og var,“ heldur er ég
líklega steingervingur. Ég lifi eins og þegar þú þektir mig, og
hugsa eins og þá; á jafn annríkt í fjósunum og við skrifborðið - 7
til 8 bréf á vikunni, núna stöðugt, en mikið af því er vegna þess,
að ég er altaf smérgerðar-skrifari. Landið hérna er líka eins, sveit-
arbragurinn sami; en að líkindum breytist það bráðlega, hvort
sem það verður til nokkurra bóta. Enskir Bandaríkja-menn eru
nú að dyngjast hér inn, og ég býzt við að á næsta hausti verði
mest alt eyðiland numið. Brú er verið að byggja nú, milli Innisfail
og hér, yfir Red Deer; svo þú þarft ekki að kvíða vaðlinum þegar
þú kemur næst. Hér kom séra Klemenz Argyle-prestur, sem var í
Gudserindum til safnaðarins hérna. Ég kyntist honum ögn; aldrei
hlýddi ég messum hans, en um alt gat ég rætt við hann, en ekki