Skírnir - 01.04.1992, Page 59
SKÍRNIR
BRÉF TIL JÓNS KJÆRNESTED
53
veit ég betur en það væri í bróðerni, og að við skildum með góð-
kunningskap. Hann er miklum mun víðsýnni um andlegar stefn-
ur almennt, en séra Runólfur var, og ekki skyldi mig furða þó
hann lagði niður prestinn og beytti sér við eitthvað annað, er
fram liðu stundir. Það er samt einungis mín eigin getgáta, eins og
maður þykist vita hvaðan vindur blási, af því að sjá hvern veg
stráin bogna; en það getur verið hugarburður tómur.
Eg þakka þér sérlega vel fyrir, að þú trúðir ekki þeim, sem
vildu láta mig hafa kveðið um þig, vísuna sem þú mintist á. Þess
háttar piltum svara ég aldrei, ég vildi ekki einu sinni lúta svo lágt
að forsvara mig, frami fyrir þeim. Þeir eiga á engu heimting, nema
skopvísu sem þeim sviði, ef svo bæri undir. Heimurinn á engan
rétt til upptakanna í hugsun manns, sízt svo, að væna mann um
ódrengskap að óþörfu. Um hugsunina sjálfa og búning hennar
má hann láta sér líka sem hann vill; það er hans réttur, til þess var
henni kastað í hann. Þér, get ég sagt, vísan var kveðin upp úr
hugleiðingum um Gottvill, út úr leirburði hans í kýrmálinu sæla,
og gorti hans um skáldskap sinn. Þó get ég ekki sagt, hún sé
eiginlega um Jón, hún á við alla ófyndna bögu-bósa, sem hnoða
en hitta aldrei. Annars hefi ég sjaldan mannanöfn í huga, þó ég
kveði undir persónuformi - miklu sjaldnar en menn vilja halda.
Aðalkvæði þitt í „Kringlu“ í fyrra, þókti mér betra en í ár;
mér finst hugsanin lausari núna; en svona er það, ég er „saman-
rekinn og torskilinn,“ jafnvel hjá vinum mínum. Alt jafnar sig, og
heimurinn fer með sig yfir okkur, eins og Sálmaskáldið forðum:
„Ég slóg þá á mitt lær,
Er ég sá þetta.“
Veiztu hvar þessi „H.“ „úr enskum bókmentaheimi" er, sem
er að „slá á lærið“ yfir okkur, í seinustu „Dagskrá" ? Ég er svo
sem ekki að finna að því, sem hann segir; það er alt vel meint, og
góðra gjalda vert. En hvaða vit er að segja, t.d. að „Árni lögmað-
ur“ eftir J.M.B. sé „sorglegt og dimt“? Það er víst skrítin sjónin í
„enska bókmentaheiminum.“
Mér þykir „Dagskrá“ góð; margt verður nú, auðvitað, nokk-
uð endaslept; en það þarf þó ekki salt með henni. Við þurftum