Skírnir - 01.04.1992, Síða 60
54
STEPHAN G. STEPHANSSON
SKÍRNIR
svona blað að fá. „Kringla" hefir oft eitthvað, sem ekki er tauga-
laust, meðferðis, t.d. innleggin um skólamál okkar. „Lögberg"
segja kaupendur þess, að sé alveg bragðlaust, þeir vóru beizkjunni
vanir, og óska nú eftir Sigtrygg með djöflarótina. Mér finst
„Lögberg" betra, af því það sé ekki eins ilt og það var.
Heldur seinkar Gísla Svövu-fóstra. Aumingja karlinn, ég held
annars hann sé orðinn „Impotes,“ og engin prentsmiðja hafi gagn
af honum. En fari svo, að þú verðir aftur tví-Svavaður, hvernig
vildir þú skrifa um mig, vinur? Aðeins sem pabba bæklingsins „Á
ferð og flugi,“ eða allrar hinnar ómegðarinnar líka? Eða um Step-
han allan, fjósakarlinn og skrif-finninn?
Ég skal láta þér þær upplýsingar í té, sem ég get og veit
sannastar vera; mér er engin launung á neinu, sem ég hugsa óger;
en ég get aðeins skýrt og bent á, en um ekkert dæmt. Til dæmis,
hvert sé bezta kvæðið mitt, er mér ómögulegt að segja, af því þau
eru flest ósamkynja, og ósamanberandi. Þau eru öll að einu lík,
jafn sönn, það er að segja, eins vel af hendi leyst, að viðleitninni
til, undir því formi sem hverju þeirra er valið, og þeim kringum-
stæðum sem vald höfðu á mér.
Er ég annars ekki búinn að fá miklu meira lof en ég á - er það
ekki að bera í bakkafullann læk, að skrifa meira mér til heiðurs?
Mér finst það. Þegar afturkastið kemur svo, (úlfaldinn sem gerður
verður úr göllunum, og öllu sem mér hefir mishepnast, sem mér
er eins víst og öllum öðrum sem gerðir eru að svona umtali) þá
verður fallið þeim mun hærra. Ekki að ég hræðist það neitt, ég
hefi búist við því, og kann orðið, að detta svo, að ég meiðist ekki
stórt á tilfinningunum, en velvilja-mönnum mínum kynni að falla
það miður. Ég er þér þakklátur; veit hvaða hvöt ræður fyrir hjá
þér; en í hjartans einlægni, ég kysi sem minst að því að styðja með
undirýting eða hönd í bagga, að mér væri hælt.
Ég hefi enga nýta bók lesið nú lengi, als ekkert nema gengið
upp gamlar leitir. Það seinasta sem ég las var „Sameiningin,“ þar
sem séra Björn var að skoða bryndreka Bandaríkjanna á Kyrra-
hafsströndinni; gat svo vel þjónað bæði Guði og Mammon, að
vera stoltur af hergögnum fósturlandsins og hryggur yfir hernaði,
og gekk svo til altaris. Séra J. var að rúskota þar í skrokkum af
gömlum faraóum suður á Egyfta-landi, en alt í þýðingu þó, og