Skírnir - 01.04.1992, Side 61
SKÍRNIR
BRÉF TIL JÓNS KJÆRNESTED
55
efnið einhliða (miðað við Gyðinga-veru þar eina) en aðalefni falls
Egyfsku-faróættarinnar slept - : þeir vildu kenna Egyftum, sem
vóru fjölgyðismenn, eingyðistrú. Séra Steingr kennir í „Kennar-
anum“ að Kristur hafi bara sagt „máltæki“ þegar hann nefndi
„brauðið barnanna kastað fyrir hundana." Mikið er nú fóðrað.
O, nei, Kristur var Gyðingur, „hundarnir“ vóru heiðingjarnir,
forfeður mínir og ritstjóra „Kennarans.“
Nú skal ég ekki villa þig meira í ritningunum! Og vertu nú
blessaður og sæll, eins lengi og þú endist.
Vinsamlegast, Stephan G. Stephansson.
Athugasemdir og skýringar: Bréfið hefur utanáskriftina: Jón Kérnesteð,
Esq., Husawick, Man. séra Klemenz Argyle-prestur] Jón J. Clemens, sbr.
Sameiningin 16:11 (1902), bls. 174. Gottvilt] Jón Gottvill Pálmason,
bóndi við Tindastól. Aðalkvœði þitt] hlýtur að vera annaðhvort „Jóla-
hjálmur" eða „Jólanóttin" í Heimskringlu 26. desember 1901, bls. 2.
í „Kringlu"] Hér er átt við Heimskringlu, vikublað, 1-73, Winnipeg,
1886-1959; Baldwin L. Baldwinsson var ritstjóri 1898-1913. „Dagskrá“]
alþýðlegt vikublað, 1-2, Winnipeg, 1901-1903; hér er átt við grein, „Úr
fjarlægð,“ eftir „H.“ í Dagskrá II, nr. 17, 28. janúar 1902, bls. 3. „Árni
lögmaður“ eftir J.M.B.] kvæði Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar (1866-
1945) í Heimskringlu 26. desember 1901, bls. 4. „Lögberg"] vikublað,
1-72, Winnipeg, 1888-1959; Magnús Paulsson var ritstjóri 1901-1905.
óska nú eftir Sigtrygg] Sigtrygg Jónasson, ritstjóra Lögbergs 1895-1901.
seinkar Gísla Svövu-fóstra] Gísli M. Thompson, útgefanda og ritstjóra
Svövu. „Sameiningin“] mánaðarrit gefið út af Hinu ev. lút. kirkjufélagi
ísl. í Vesturheimi, 1-79, Winnipeg, 1886-1964. séra Björn] Björn B.
Jónsson (1870-1930), prestur í Minnesota 1894-1914 og síðan í
Winnipeg; forseti Kirkjufélagsins 1908-1921. Hér er átt við grein Björns
B. Jónssonar, „Vestur að Kyrrahafi," í Sameiningunni 16:11 (1902), bls.
161-169. Séra J.J Jón Bjarnason (1845-1914), prestur í Nýja-íslandi
1878-1880 og forseti Kirkjufélagsins 1885-1908; ritstjóri Sameining-
arinnar. Hér er átt við greinina „Hvað vitum vér um faraó þann, er
gjörði Israelsmenn að þrælum?" eftir A. H. Sayce, þýtt úr Sunday Scbool
Times af Jóni Bjarnasyni, í Sameiningunni 16:11 (1902), bls. 170-174.
Séra Steingr] N. Steingrímur Thorláksson (1857-1943), ritstjóri
Kennarans 1902-1905. í ,,Kennaranum“] mánaðarriti til notkunar við
uppfræðslu barna í sunnudagsskólum og heimahúsum, 1-8, Minneota,
Minnesota, 1897-1901, Winnipeg, 1902-1905. Hér er átt við orð
Steingríms í Kennaranum V:2 (1902), bls. 15-16.