Skírnir - 01.04.1992, Side 62
56
STEPHAN G. STEPHANSSON
SKÍRNIR
P.O. Box 78, Markerville, Alta, N.W.T., 28 nov. 1904
Hr. Jón Kérnested, Winnipeg Beach, Man.
Góði vinur: - Bréf hefir þú átt hjá mér lengi, því ekki hefi ég
haft þig útundan með bréfa-svikin. Síðan í vor, hefi ég engum
manni skrifað, nema það sem ekki verður hjá komist, viðskifta-
bréf. Þannig hafa þeir Guðmundur Friðjónsson, Magnús Bjarna-
son, o. fl. átt hjá mér bréf í alt sumar. Nú er ég að borga þeim og
þér, svo nýárið nái ekki í mig með alla þá birði á meðvitundinni,
og ég geti sungið: „Segðu nú bí, bí, samvizkan, Sofðu nú rótt í
dóktor Fást!“
Að vanda, hefi ég átt annríkt, við búskap og kveldlestur. Um
tíma var ég ófær í augunum, og mátti ekki á blað horfa, og fyrir-
farandi hefi ég legið á hryggnum af bakverk, er nú farinn að
ganga aftur.
Sumarið var gott. Heyföng in beztu. Uppskéra rýr, en hirtist
vel og skemdalaust. Gripa-sala engin í haust og peninga-ekla þar
af leiðandi. Annars stæði hagur manna fremur vel, því heimilis-
bætur og gripastóll fer vagsandi. Alt er nú bygt, 20 mílur héðan
norður og vestur, eða lengra. Ef þú lest „Heimir“ Unitara, og
„Freyju“ kvennfrelsingja, þá hefir þú séð alt sem ég hugsaði í rími
þetta sumar; að undanskildu því, sem kann að verða í einhverju
jólablaði. Hærra er nú ekki risið á kveðskapnum hjá mér, á
þessum misserum.
I prentun eru nú heima, bækur frá þeim Þorsteinunum,
Erlings- og Gísla-sonum, og Einari Benediktssyni.
Á þýzku hefir komið út þýðing af íslenzkum ljóðum eftir
Joseph Poestion, bókavörð í Vínu. Sú skræða heitir „Islenzk
blómstur" - „Eisland blute - þar í eru 3 vestur-íslendingar teknir
til dæmis: Magnús, Kristinn og ég; því ég tel Hannes Blöndal
íslenzk-íslenzkan, þó hans sé líka getið. „Skóla-ljóð“ séra
Þórhalls Bjarnasonar á að endurprenta og auka. Þar verður, að
líkindum, eitthvað í eftir vestur-íslendinga, fleiri en áður var. Nú
er Kirkjufélagið, hérna íslenzka, að dorga við Guðmund Finn-
bogason, þann sem „Lýðmentun" reit, að fá hann fyrir íslenzku
kennara sinn í Bandaríkjunum syðra, því Sigfús Blöndal neitaði
sæmdinni, eins og þú hefir líklega séð.