Skírnir - 01.04.1992, Side 63
SKÍRNIR
BRÉF TIL JÓNS KJÆRNESTED
57
Helzt er á orði, að Pétur Hjálmson verði nú ráðinn, af söfnuði
lútherskra hér í ársvist; þó er það ekki afgert. Þeim bæði sárnar
og klæar við honum.
Eg, og mínir hafir, eru svipaðir eins og þú þektir til. Eflaust
hefi ég samt ljótkað úr ljótu og gránað og elzt; en skapið mundir
þú þó þekkja enn, ef við hittumst. Hvernig líður þér nú annars og
líkar?
Svo óska ég þér og þínum, margra ára nýrra og gleðilegra.
Vinsamlegast, Stephan G. Stephansson.
Athugasemdir og skýringar: Bréfið hefur utanáskriftina: Jón Kérnesteð,
Esq., Winnipeg Beach, Man. N. W. T. [North-West Territories].
„Heimir“\ gefið út af Hinu íslenzka únítariska kirkjufélagi í Vestur-
heimi, 1-9, Winnipeg, 1904-1914. Joseph Poestion\ Joseph Calazans
Poestion (1853-1922), austurrískur bókmenntafræðingur. Hér er átt við
bók hans Eislandsbliiten. Ein sammelbuch neu-islandischer Lyrik.
Leipzig og Munchen: Verlag von Georg Muller, 1904. I henni eru þrjú
kvæði eftir Stephan í þýskri þýðingu: „Der Erhabene," „An einen
Dichter," og „Die Wahl.“ Magnús\ Jóhann Magnús Bjarnason. Kristinn\
Kristinn Stefánsson (1856-1916). „Skóla-ljóð“ séra Þórhalls Bjarnasonar\
Þórhallur Bjarnarson, Skóla-ljóð, Reykjavík: Sigfús Eymundsson, 1901; í
þessu ljóðasafni eru þrjú kvæði eftir Stephan: „Kveldskuggar,“ „Lóur í
akri,“ og „Til Islands.” Onnur aukin útgáfa kom út 1905, en ekki eru í
henni fleira kvæði eftir Stephan. Pétur Hjálmson\ (1863-1950).
P.O. Box 78, Markerville, Alta, 6. febr. 1905
Hr. J. Kérnesteð, Wpg. Beach.
Góði vin Jón.
Þökk fyrir bréf og kvæðið í „Freyju.“ Ég hefi ekki skrifað fyr,
því ég vissi að „Mundi“ var að segja þér fréttirnar, og þetta verð-
ur ekki nema fárra-lína miði, í þetta sinn. Hverki eru fréttir til, né
ég nokkurntíma að lepja þær í bréfum til kunningja minna; þær
eru oftast svo engu-varðandi. Kvæðið þitt, til mín, var vel kveðið
- en um efnið - mig - verða deildar meiningar, sem ég verð að
leiða hjá mér, sökum frændsemi. í því eru samt tvær Penna eða
prentvillur, þ. e. „Sýndu mér hjá sveit, ef getur, Söngva betri en